Sakar eigendur Rammagerðarinnar um hugverkabrot

Jóhann Guðlaugsson er eigandi EJ eignarhaldsfélags sem á Geysisverslanirnar.
Jóhann Guðlaugsson er eigandi EJ eignarhaldsfélags sem á Geysisverslanirnar. mbl.is/Hari

Jóhann Guðlaugsson, stofnandi og fyrrverandi eigandi Geysis, sakar 66°Norður og Rammagerðina um hugverkabrot. Þannig hafi fyrirtækin stofnað til rekstrar í verslunum Geysis undir fyrra heiti þeirra. Í samtali við mbl.is segist Jóhann ekki skilja hvað vaki fyrir eigendum 66°Norður og Rammagerðarinnar.

„66°Norður opnar búðir í rýmunum okkar sem við vorum með á Skólavörðustíg og í Kringlunni. Þeir hafa ekki fyrir því að taka niður merkingar, þeir hafa ekki breytt neinu frá því að ég fór. Þeir eru með aðrar vörur en halda okkar nafni. Að opna búðir og breyta ekki neinu er mikið metnaðarleysi og óvirðing gagnvart okkur.“

Jóhann gagnrýnir framgöngu 66°Norður, Rammagerðarinnar og Hótels Geysis harðlega í færslu á Instagram sem birtist nú eftir hádegið.

Líkt og fram hefur komið voru verslanir Geysis lýstar gjaldþrota í febrúar síðastliðnum eftir að útbreiðsla kórónuveirunnar lék rekstur fyrirtækisins mjög grátt.

Málaði yfir merkingarnar

Jóhann tók sig til og málaði yfir merkingar Geysis á Skólavörðustíg 7 fyrr í dag.

„Þeir eru að reyna að eignast vöru með notkunarrétti og það er líka það sem Hótel Geysir hefur reynt að gera. Þeir eiga ekki vörumerkið og það er spurning hver á það. Það er eitthvað sem einkaleyfastofa verður að skera úr um. Eins og staðan er núna er fyrirtækið sem átti vörumerkið farið í þrot. Það virðist vera að 66°Norður og Hótel Geysir séu bæði að reyna að sölsa undir sig merkið með notkun á því. Það er svo spurning hvernig framhaldið verður. Þetta er skrýtið og mikið metnaðarleysi af hálfu 66 að opna búðir í sama rými án þess að taka niður auglýsingarnar eða skrásetja vörumerki.“

Jóhann tók sig til og málaði yfir merki Geysis.
Jóhann tók sig til og málaði yfir merki Geysis. mbl.is/Unnur Karen
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK