Kerecis ræður þrjá stjórnendur

Lækningavöruframleiðandinn Kerecis bætir við sig þremur stjórnendum.
Lækningavöruframleiðandinn Kerecis bætir við sig þremur stjórnendum.

Lækningavöruframleiðandinn Kerecis hefur ráðið til sín þrjá nýja stjórnendur samkvæmt tilkynningu. 

Guðbjörg Þrastardóttir hefur verið ráðin framleiðslustjóri félagsins og mun stjórna allri framleiðslustarfssemi Kerecis á Ísafirði. Guðbjörg, sem er sálfræðimenntuð, hóf störf hjá Kerecis árið 2019 og starfaði sem gæðaeftirlitsstjóri hjá Kerecis  áður en hún tók við núverandi starfi, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Guðbjörg Þrastardóttir.
Guðbjörg Þrastardóttir.

Heiða Jónsdóttir hefur verið ráðin gæðastjóri Kerecis á Ísafirði. Heiða starfaði áður hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru og er menntaður iðnaðarverkfræðingur. Heiða tekur við starfi Ástu Sverrisdóttur sem tekið hefur við nýju starfi hjá Kerecis í Reykjavík í skráningardeild.

Heiða Jónsdóttir.
Heiða Jónsdóttir.

Þá kemur fram í tilkynningunni að Jóhann Friðleifsson hafi verið ráðinn til fyrirtækisins en hann mun sem forstöðumaður viðskiptaþróunar stjórna markaðsrannsóknum og gerð nytjaleyfasamninga ásamt því að styðja almennt við vöxt fyrirtækisins. Jóhann kemur til Kerecis frá Nathan & Olsen þar sem hann starfaði í tíu ár sem markaðs- og vörumerkjastjóri. Áður starfaði hann í fimmtán ár sem vöru-, markaðs- og viðskiptastjóri hjá Símanum. Jóhann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Starfsstöð Jóhanns verður í Reykjavík.

Jóhann Friðleifsson.
Jóhann Friðleifsson.mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK