Kaupréttir Kviku til skoðunar

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru skattyfirvöld að skoða eldra áskriftakerfi bankans …
Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru skattyfirvöld að skoða eldra áskriftakerfi bankans sem var samþykkt árið 2016. Ljósmynd/mbl.is

Skattyfirvöld hafa verið að skoða skattskil vegna áskriftaréttindakerfis Kviku banka. Ágreiningurinn í málinu er hvort áskriftarréttindi Kviku banka teljist sem laun eða fjármagnstekjur. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins í dag.

Í kringum þrjú ár eru liðin frá því að eldra kerfi bankans, sem fólst í því að lykilstarfsmönnum var umbunað með útgáfu B-hluta í fyrirtækinu, var álitið teljast til skattskyldra tekna og ættu ekki að vera skattlagðar sem fjármagnstekjur.

Eldra kerfi bankans fólst í því að lykilstarfsmönnum var umbunað …
Eldra kerfi bankans fólst í því að lykilstarfsmönnum var umbunað með útgáfu B-hluta í fyrirtækinu.

Hafa áður greitt sekt

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem bankinn hefur verið skoðaður, en Fjármálaeftirlitið hefur áður haft afskipti af bankanum og honum var gert að greiða sekt vegna brota á reglum sem gilda um kaupauka, en samkvæmt lögum mega þeir ekki vera hærri en 25% af árslaunum.

Það hefur verið litið á greiðslur í formi áskriftaréttinda sem skattskyld laun ef réttindin eru veitt í tengslum við starf viðkomandi. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru skattyfirvöld að skoða eldra áskriftakerfi bankans sem var samþykkt árið 2016.

Þrefölduðu réttinn

Eldra kerfið var aflagt 2017 og síðan hefur nýtt kerfi verið sett á laggirnar. Síðan þá hafa verið gefnir út kaupréttir fyrir um 700 milljónir að nafnvirði.

Réttindin veita viðkomandi rétt á að kaupa hlut í bankanum á fyrirfram ákveðnu gengi. Það má sjá í tilkynningu til Kauphallarinnar að stjórnendur hafi innleyst áskriftarrétt sinn á genginu 7,2 og selt samdægurs á genginu 23,6.

Hér má sjá grein Viðskiptablaðsins í heild sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK