Lego skilar methagnaði

Frá opnun Legoland-hótels í New York í ágúst.
Frá opnun Legoland-hótels í New York í ágúst. AFP

Danski leikfangaframleiðandinn Lego skilaði methagnaði og -veltu á fyrri helmingi ársins, sem knúin voru áfram af mikilli eftirspurn og opnun smásöluverslana fyrirtækisins að nýju.

Frá þessu greindi kubbarisinn í tilkynningu til markaða í dag.

Nettóhagnaður fyrirtækisins jókst um 140% á fyrstu sex mánuðum ársins og endaði í 6,3 milljörðum danskra króna, eða sem nemur rúmlega 127 milljörðum íslenskra króna.

Veltan jókst á sama tíma um 46% og náði 23 milljörðum danskra króna.

Fleiri en sextíu nýjar verslanir

Eins og hjá öðrum fyrirtækjum í faraldrinum jókst sala á netinu hjá Lego og var hún 50% meiri á fyrstu sex mánuðunum miðað við sama tíma á síðasta ári.

Framleiðandinn opnaði líka fleiri en 60 nýjar verslanir á tímabilinu, en af þeim eru fleiri en 40 í Kína.

Í júní starfrækti Lego 737 búðir, þar af 291 búð í Kína.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK