40 milljarða fjárfesting

Um sjö þúsund manns starfa hjá Avia Solutions Group um …
Um sjö þúsund manns starfa hjá Avia Solutions Group um allan heim.

Bandaríski einkafjármagnssjóðurinn Certares hefur samþykkt að fjárfesta fyrir þrjú hundruð milljónir bandaríkjadala, tæpa 40 milljarða íslenskra króna, í Avia Solutions Group, ASG, móðurfélagi íslenska fraktflutningafélagsins Bláfugls. Um er að ræða nýtt hlutafé. ASG hyggur á skráningu félagsins á hlutabréfamarkað í nálægri framtíð. Eftir viðskiptin ræður Certares yfir allt að 20% hlut í ASG. Fóru viðskiptin fram á genginu 15,4 evrur á hlut. ASG er með höfuðstöðvar á Kýpur.

Eins og fram kemur í frétt frá ASG er Certares leiðandi og sérhæfður fjárfestir í ferðaþjónustu með útibú í New York, Lúxemborg og Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Meðal eigna félagsins er hlutur í breska bílaframleiðandanum og formúlu 1-keppandanum McClaren Group, bílaleigunni Hertz og Nirvana Travel & Tourism í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Í frétt ASG af málinu er innkomu Certares í hluthafahópinn fagnað, enda sé hér um sérhæfðan aðila að ræða sem færi umtalsvert virði að félaginu og styðji við vaxtarmarkmið þess.

Eins og áður hefur verið fjallað um í ViðskiptaMogganum er ASG stærsta fyrirtæki Mið- og Austur-Evrópu í flugtengdri þjónustu. Meðal fyrirtækja í eigu Avia Solutions Group eru flugfélögin Avion Express í Litháen og Smartlynx í Lettlandi. Eina fjárfesting ASG á Íslandi til þessa er Bláfugl (e. Bluebird Nordic).

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK