Samstarf um grænan orkugarð á Reyðarfirði

Í aftari röð: Karsten Uhd Plauborg, Felix Pahl og Anna-Lena …
Í aftari röð: Karsten Uhd Plauborg, Felix Pahl og Anna-Lena Jeppsson frá CIP og Ríkarður Ríkarðsson frá Landsvirkjun. Í fremri röð: Hörður Arnarson frá Landsvirkjun, Jón B. Hákonarson frá Fjarðabyggð, Kristín Linda Árnadóttir frá Landsvirkjun, Jón Már Jónsson frá Síldarvinnslunni og Guðbjörg Rist frá Atmonia. Ljósmynd/Landsvirkjun

Þrjú fyrirtæki munu taka þátt í þróunarferli græns orkugarðs á Reyðarfirði, en markmiðið er að meta hvernig framleiðsla á grænu rafeldsneyti getur greitt fyrir orkuskiptum í sjávarútvegi, sjóflutningum og landflutningum.

Um er að ræða fyrirtækin Atmonia, Síldarvinnsluna og Laxar, en Landsvirkjun. Copenhagen infrastructure partners og sveitarfélagið Fjarðarbyggð undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um verkefnið.

Auk fyrrnefnds markmiðs verða kannaðir möguleikar á framleiðslu á kolefnislausum áburði auk hagnýtingar súrefnis, sem er hliðarafurð rafeldsneytisframleiðslu, í landeldi á fiski. Þá verða kostir þess að nýta glatvarma frá mögulegri rafeldsneytisframleiðslu til húshitunar á Reyðarfirði, sem er einn fárra þéttbýlisstaða á landinu sem ekki er með hitaveitu, kannaðir með Hitaveitu Fjarðabyggðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK