Samstarf um grænan orkugarð á Reyðarfirði

Í aftari röð: Karsten Uhd Plauborg, Felix Pahl og Anna-Lena …
Í aftari röð: Karsten Uhd Plauborg, Felix Pahl og Anna-Lena Jeppsson frá CIP og Ríkarður Ríkarðsson frá Landsvirkjun. Í fremri röð: Hörður Arnarson frá Landsvirkjun, Jón B. Hákonarson frá Fjarðabyggð, Kristín Linda Árnadóttir frá Landsvirkjun, Jón Már Jónsson frá Síldarvinnslunni og Guðbjörg Rist frá Atmonia. Ljósmynd/Landsvirkjun

Þrjú fyrirtæki munu taka þátt í þróunarferli græns orkugarðs á Reyðarfirði, en markmiðið er að meta hvernig framleiðsla á grænu rafeldsneyti getur greitt fyrir orkuskiptum í sjávarútvegi, sjóflutningum og landflutningum.

Um er að ræða fyrirtækin Atmonia, Síldarvinnsluna og Laxar, en Landsvirkjun. Copenhagen infrastructure partners og sveitarfélagið Fjarðarbyggð undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um verkefnið.

Auk fyrrnefnds markmiðs verða kannaðir möguleikar á framleiðslu á kolefnislausum áburði auk hagnýtingar súrefnis, sem er hliðarafurð rafeldsneytisframleiðslu, í landeldi á fiski. Þá verða kostir þess að nýta glatvarma frá mögulegri rafeldsneytisframleiðslu til húshitunar á Reyðarfirði, sem er einn fárra þéttbýlisstaða á landinu sem ekki er með hitaveitu, kannaðir með Hitaveitu Fjarðabyggðar.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK