Um 600 milljóna tap hjá Torgi

mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjölmiðlafyrirtækið Torg tapaði upp undir 600 milljónum króna árið 2020. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. 

Þar er rætt við Helga Magnússon, stjórnarformanns félagsins sem gefur út Fréttablaðið, rekur sjónvarpsstöðina Hringbraut og nokkra vinsæla vefmiðla á borð við dv.is, eyjan.is, pressan.is, 433.is, hringbraut.is og frettabladid.is. Hann segir að allt hafi verið fjármagnað með nýju hlutafé.

Hann segir ennfreur að nú horfi til betri vegar og þess vænst að eftir Covid muni hagur fyrirtækisins vænkast.

Þá er vísað til þess, að sögusagnir hafi birst í fjölmiðlum um að félagið væri til sölu, að hluta eða öllu leyti. „Það er rangt,“ segir Helgi. „Hins vegar höfum við fengið fyrirspurnir og óformleg tilboð í fyrirtækið eða hluta þess frá nokkrum aðilum að undanförnu. Þeim hugmyndum hefur öllum verið svarað neitandi og vísað frá með þeim orðum að ekkert sé til sölu hjá okkur.“ 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK