Play bætir við fjórum áfangastöðum

Fjórir nýir áfangastaðir bætast við í maí og júní á …
Fjórir nýir áfangastaðir bætast við í maí og júní á næsta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugfélagið Play hefur bætt fjórum áfangastöðum í Evrópu við áætlun sína; Lissabon í Portúgal, Prag í Tékklandi, Bologna á Ítalíu og Stuttgart í Þýskalandi.

Flug til Lissabon og Prag hefst í maí næsta ári og verður flogið tvisvar í viku á báða áfangastaði. Þá mun Play einnig fljúga tvisvar í viku til Bologna og Stuttgart en áætlunarferðir þangað hefjast í júní á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Play.

Borgirnar Lissabon, Stuttgart og Bologna eiga það allar sameiginlegt að ekki er flogið beint þangað frá Íslandi eins og staðan er í dag.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK