WomenTechIceland og Huawei hrinda af stað viðskiptahraðli

WomenTechIceland og Huawei hyggjast styðja konur í að komast inn …
WomenTechIceland og Huawei hyggjast styðja konur í að komast inn í tæknigeirann með nýjum viðskiptahraðli. WomenTechIceland

WomenTechIceland og Huawei hafa hrint af stað viðskiptahraðlinum The Women Innovators incubator með það markmið að styðja konur í því að ná frekari fótfestu í heimi tækninnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum tveimur.

Ein milljón króna í verðlaunafé

Viðskiptahraðlinum er ætlað að hvetja konur til að viðurkenna og skoða möguleika hugmynda sinna, hvort sem þær búa yfir sérstakri tæknikunnáttu eða ekki. Engin fyrri reynsla af álíka viðskiptahraðli eða nýsköpun er nauðsynleg til að taka þátt í verkefninu. Það eina sem þarf er hugmynd sem gæti haft jákvæð áhrif á samfélagið og áhugi á því að læra hvernig á að nota tækni til að koma hugmynd í framkvæmd.

Opnað verður fyrir umsóknir í hraðalinn í febrúar og mun honum ljúka í maí. Þá hlýtur vinningshugmyndin eina milljón króna í verðlaun ásamt úrræðum til þess að hjálpa sigurvegurum hraðalsins að gera hugmyndinni að verða að veruleika.

Frá einum viðburðanna á vegum WomenTechIceland og Huawai.
Frá einum viðburðanna á vegum WomenTechIceland og Huawai. Ljósmynd/Paula Gould

Vilja minnka bilið milli kynjanna í tækniiðnaði

Áberand skortur er á konum og verkefnum leiddum af konum í íslenska nýsköpunarheiminum. Sífellt fleiri konur stunda nám og útskrifast í tölvunarfræði og skyldum greinum en samt virðast t.d. verkfræði- og tækniteymi hafa mjög fáar ef nokkrar konur. Jafnframt sé í sumum tilvikum enn erfiðara fyrir erlendar konur búsettar á Íslandi að komast inn í geirann, jafnvel þó þær hafa viðeigandi reynslu. Þetta er haft eftir Valenttina Griffin, meðstofnanda WomenTechIceland, í tilkynningunni.

Með þessum viðskiptahraðli og viðburðum tengdum honum viljum við reyna að skilja ástæður þessa alls og sjá hvernig við getum útrýmt hindrunum í þessum geira, samhliða því að skapa nýjan vettvang fyrir konur að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd,“ segir Valenttina.

Beatriz Garcia, samskiptastjóri Huawei á Íslandi, segir Huawei bera ábyrgð þegar kemur að því að minnka bilið milli kynjanna í tækniiðnaðinum enda sé fyrirtækið leiðandi í upplýsingatækni í heiminum. 

Við lítum svo á að alþjóðlegt umfang okkar geri okkur kleift að hafa jákvæð áhrif um allan heim og samstarf okkar við WomenTechIceland og þessi viðskiptahraðall er eitt framtak sem stuðlar að þessu markmiði,“ segir Beatriz.

Viðburðirnir eru hannaðir til að skapa umræðu um áskoranir og …
Viðburðirnir eru hannaðir til að skapa umræðu um áskoranir og tækifæri á tæknisviði ásamt því að fræða um hinar ýmsu hliðar tækni og viðskipta. Ljósmynd/Paula Gould

Frábrugðinn öðrum viðskiptahröðlum

Viðskiptahraðallinn er hluti af eins árs samstarfi WomenTechIceland og Huawei sem hleypt var af stokkunum síðasta vor. Hraðallinn er frábrugðinn öðrum álíka viðskiptahröðlum að því leyti að í honum felast jafnframt fjölbreyttir viðburðir, hannaðir til að skapa umræðu um áskoranir og tækifæri á tæknisviði ásamt því að fræða um hinar ýmsu hliðar tækni og viðskipta.

Nú þegar hafa tveir viðburðir verið haldnir á vegum hraðalsins og verður sá þriðji haldinn á laugardaginn næstkomandi í Grandagarði 16 en um er að ræða vinnustofu í umsjón Guðrúnar Ragnarsdóttur, meðstofnanda Strategíu. Vinnustofan snýst um það hvernig breyta megi hugmyndum í verkefni sem leiða til jákvæðra breytinga og munu þátttakendur fá yfirsýn yfir hin ýmsu verkfæri og ferla til þess að nota við þróun hugmynda yfir í raunveruleg verkefni. Þátttaka er ókeypis en sætapláss takmarkað, þannig það er nauðsynlegt að skrá sig á viðburðinn. Skráning á viðburðinn fer fram á vefnum Eventbrite.

Frekari upplýsingar um hraðalinn má finna á vef WomenTechIceland.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK