Á sjötta hundrað skráð sig í forsölu

Frá vinstri: Grétar Már Pálsson, Hjalti Þór Pálmason verkefnisstjóri og …
Frá vinstri: Grétar Már Pálsson, Hjalti Þór Pálmason verkefnisstjóri og Örn Valdimar Kjartansson við Eskiásinn. Árni Sæberg

Örn Valdimar Kjartansson, framkvæmdastjóri félagsins Eskiáss, sem stendur fyrir uppbyggingunni, segir á sjötta hundrað manns þegar hafa skráð sig á lista vegna nýrra íbúða í Eskiási í Garðabæ.

Sala íbúðanna hefst öðrum hvorum megin næsta sumars en þær verða byggðar upp á fjórum til fimm árum. Gert er ráð fyrir afhendingu fyrstu íbúða síðla næsta haust.

Eskiás er ný gata í Garðabæ vestan við nýleg fjölbýlishús í Stórási og Lyngási. Þar verða 276 íbúðir á níu lóðum/reitum: Eskiási 1-8 og Eskiási 10. Uppsteypa á Eskiási 1 er langt komin (35 íbúðir) og uppsteypa er hafin í Eskiási 2 (43 íbúðir). Á sex af þessum níu lóðum mynda fjölbýlishúsin ferhyrning umhverfis inngarð.

Báðir með 35 íbúðir

„Eskiás 1, 3 og 5 eru næstum eins – hver reitur með 35 íbúðir – en Eskiás 2 og 4 eru aðeins stærri. Þannig eru 43 íbúðir í Eskiási 2 en 41 íbúð í Eskiási 4,“ segir Örn.

Á þessum reit á Eskiási mynda íbúðirnar ramma utan um …
Á þessum reit á Eskiási mynda íbúðirnar ramma utan um inngarð. Teikning/Batteríið arkitektar

„Sú nýbreytni er í Eskiási að þar er enginn bílakjallari og enginn kjallari undir húsunum. Allar geymslur eru innan íbúða og öll bílastæði ofanjarðar og sameiginleg með húsunum öllum. Með þessu er hægt að byggja hagkvæmari hús og kaupandinn hefur val um að þurfa ekki að kaupa hús fyrir bílinn sinn. Eins lögðum við upp með að hanna íbúðirnar eins og sérbýli, þótt vissulega séu þetta fjölbýlishús, en allar eru þær með sérinngangi og þá er nánast engin sameign. Við köllum þetta sérbýlisíbúðir,“ segir Örn Valdimar.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK