15 milljarða samdráttur í opinberum útboðum

Samtök iðnaðarins segja að það stefni í um 15 milljarða …
Samtök iðnaðarins segja að það stefni í um 15 milljarða samdrátt í opinberum útboðum á þessu ári. mbl.is/Unnur Karen

Samkvæmt greiningu Samtaka iðnaðarins eru áætlaðar framkvæmdir hins opinbera á þessu ári samtals 109 milljarðar. Stór hluti þessara framkvæmda er kynntur á Útboðsþingi samtakanna sem nú fara fram. Er þetta samdráttur um 15 milljarða miðað við það sem kynnt var á útboðsþingi í fyrra.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að samdrátturinn sé áhyggjuefni og að þau telji mikilvægt að fjárfesting í innviðauppbyggingu sé næg og viðhald innviða sinnt. Með því sé stoðum rennt undir hagvöxt framtíðarinnar.

„Því telja samtökin mikilvægt að ekki sé dregið úr útboðum opinberra fjárfestinga á sviði innviða. Þvert á móti sé ástæða til að auka útboð fjárfestinga í innviðum og tryggja framgang efnahagslega arðbærra verkefna á því sviði,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK