Uxu um 184 milljarða

Innlán hjá íslenskum innlánsstofnunum uxu um ríflega 184 milljarða króna …
Innlán hjá íslenskum innlánsstofnunum uxu um ríflega 184 milljarða króna á nýliðnu ári. Samsett mynd.

Innlán hjá íslenskum innlánsstofnunum uxu um ríflega 184 milljarða króna á nýliðnu ári. Þetta má lesa úr nýbirtum tölum Seðlabankans yfir efnahag þeirra. Athygli vekur að innlán erlendra aðila drógust saman á tímabilinu um tæpa 4,6 milljarða króna en innlán viðskiptavina með lögheimili á Íslandi uxu um 189,4 milljarða króna.

Vöxturinn er í takt við þróun síðustu ára en hann varð mestur á árinu 2020 þegar hann nam tæpum 258 milljörðum króna. Það ár uxu innlán erlendra aðila einnig en þó aðeins um 13,4 milljarða króna. Innlánavöxturinn síðustu tvö ár hefur verið í öfugu hlutfalli við þá stefnu sem Seðlabankinn hefur viðhaldið sem viðbragði við kórónuveirunni með lækkun stýrivaxta. Hafa innlánin því vaxið á sama tíma og ávöxtunarmöguleikar af þeim hafa dregist saman.

Mikil aukning frá 2019

Árið 2019 varð fyrst vart mikillar aukningar í kerfinu þegar vöxturinn nam 106,5 milljörðum og var það í fyrsta sinn sem hann nam meira en 100 milljörðum á einu ári.

Hafa innlánin því vaxið um 558 milljarða á 36 mánuðum eða 15,5 milljarða á mánuði að meðaltali. Um nýliðin áramót námu innlán í íslenskum innlánsstofnunum 2.478 milljörðum króna og uxu um 9,3% frá fyrra ári. Standa þau undir helmingi efnahagsreiknings þeirra sem er 4.700 milljarðar að stærð. Eigið fé kerfisins stóð í tæpum 757 milljörðum króna um áramótin og eiginfjárhlutfallið í rúmum 16%. Á eignahliðinni munar mest um aukin útlán og eignarleigusamninga sem jukust mikið á liðnu ári. Munaði þar mestu mikill vöxtur í útlánum til heimilanna þar sem íbúðarhúsnæði var lagt að veði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK