Vilja auka hlutdeild erlendis

Lífeyrissjóðirnir hafa aukið hlutdeild erlendra eigna í safni sínu síðustu …
Lífeyrissjóðirnir hafa aukið hlutdeild erlendra eigna í safni sínu síðustu árin og þangað hafa þeir sótt mikla ávöxtun á síðustu misserum. AFP

Raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða nam 10,3% á nýliðnu ári. Þetta er mat Landssamtaka lífeyrissjóða sem þó gera fyrirvara við upplýsingarnar og segja að endanleg niðurstaða liggi ekki fyrir fyrr en ársreikningar sjóðanna fyrir árið 2021 liggja fyrir.

„Árið 2021 var gott ávöxtunarár hjá íslenskum lífeyrissjóðum og er þetta þriðja árið í röð sem ávöxtun er langt umfram 3,5% ávöxtunarviðmið þeirra,“ segir í tilkynningu frá LL. Árið 2020 reyndist hrein raunávöxtun sjóðanna 9,12% en 11,95% árið áður.

LL benda þó á að ekki sé hægt að ganga út frá því að ávöxtun verði jafn mikil á komandi árum. „[...] mestu skiptir að meðalávöxtun til langs tíma standist áætlanir. Lífeyrissjóðir fjárfesta til langs tíma og fyrir réttindi sjóðfélaga skiptir langtímaávöxtun mestu máli,“ segir í tilkynningu samtakanna.

Nálgast þakið erlendis

Lögum samkvæmt hafa lífeyrissjóðir heimild til þess að haga fjárfestingum sínum þannig að gjaldmiðlaáhætta nái allt að 50%, þ.e. að helmingur heildareigna þeirra sé bundinn í öðrum gjaldmiðli en skuldbindingar þeirra liggja í, þ.e. krónum. Hefur hlutdeild erlendra eigna aukist síðustu ár og nam að meðaltali 35% í lok nóvember síðastliðins. Hins vegar er staðan sú að sögn LL að samtryggingardeildir nokkurra sjóða eru komnar með hlutfallið í 45% og það á ekki síst við um sjóði með yngri sjóðfélagahópa

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK