Stór framleiðandi kaupir Gunnars

Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson segir að bjart sé yfir Gunnars.
Lögmaðurinn Sævar Þór Jónsson segir að bjart sé yfir Gunnars. mbl.is/Árni Sæberg

Stór íslenskur matvælaframleiðandi hefur fest kaup á matvælafyrirtækinu Gunnars ehf. í Dalshrauni 7 í Hafnarfirði, sem þekktast er fyrir framleiðslu og sölu á Gunnars-majónesi.

Sævar Þór Jónsson lögmaður staðfestir viðskiptin í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að kaupandi óski nafnleyndar að sinni, eða þar til formlegum frágangi er lokið, en kaupin eru meðal annars háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. „En það er búið að undirrita kaupsamning og einungis skjalavinnan eftir,“ segir Sævar.

Kaupverð ásættanlegt

Spurður um kaupverð segir Sævar það vera trúnaðarmál en segir þó að það sé mjög ásættanlegt og yfir væntingum seljanda.

Spurður um áhuga á fyrirtækinu sem auglýst var til sölu í byrjun apríl sl. segir Sævar að um þrjátíu fyrirspurnir hafi borist. „Við völdum tíu aðila og úr því urðu viðræður við fjóra, þar til á endanum var gengið frá samningum við kaupandann.“

Öll tæki og tól, uppskriftir og vörumerki eru hluti af pakkanum ásamt fasteignum félagsins í Dalshrauni.

Sævar segir að kaupin muni styrkja reksturinn til lengri tíma og verða félaginu og starfsmönnum þess til hagsbóta. „Fyrirtækið mun sækja mikið fram með tilkomu nýja eigandans. Þetta er mjög góð lending upp á framtíð fyrirtækisins að gera. Það er bjart yfir þessu félagi,“ segir Sævar.

Sævar Þór Jónsson lögmaður.
Sævar Þór Jónsson lögmaður.

Aðspurður segir hann að fráfarandi eigandi fyrirtækisins og framkvæmdastjóri, Kleópatra K. Stefánsdóttir, muni hætta hjá félaginu eftir að kaupin eru endanlega gengin í gegn. „Ný stjórn og framkvæmdastjórn munu koma að félaginu,“ segir Sævar.

Aðspurður segir hann að stækkunarmöguleika séu á lóð Gunnars.

Eiginfjárhlutfall 11%

Hjá Gunnars starfa tuttugu manns. Tap félagsins á árinu 2020 nam tæpum tuttugu milljónum króna en var tæpar 17 milljónir árið á undan. Eignir fyrirtækisins nema nú um 158 mkr. og bókfært eigið fé í lok árs 2020 var tæpar 18 milljónir. Eiginfjárhlutfall er 11%.

Tekjur Gunnars 2020 og 2019 voru svipaðar bæði árin eða um 390 mkr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK