Fyrirtækin vilja fleira starfsfólk

Mörg fyrirtæki geta hugsað sér að ráða fleira fólk um …
Mörg fyrirtæki geta hugsað sér að ráða fleira fólk um þessar mundir. mbl.is/​Hari

„Mikil spurn virðist vera eftir vinnuafli um þessar mundir,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Atvinnuleysi mælist nú lægra en fyrir kórónuveirufaraldur. Í apríl mældist það 4,5% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði. 

„Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi muni verða eilítið minna í maímánuði, rúmlega 4%,“ segir í Hagsjánni. 

Tölur Hagstofunnar leiða í ljós að alls hafi verið 6.440 laus störf á íslenskum vinnumarkaði á fyrsta ársfjórðungi. Voru þau um 1.000 færri á sama tímabili í fyrra. 

„Árstíðaleiðréttar niðurstöður vorkönnunar Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sýna að 39% stjórnenda vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum en aðeins 9% vilja fækka,“ segir í Hagsjánni.

„Munurinn þarna á milli er 30 prósentustig og hefur sú staða verið nokkuð stöðug í síðustu könnunum. Hlutfall fyrirtækja sem telur skort vera á starfsfólki hefur aukist mikið frá því í upphafi ársins 2021 þegar það var í lágmarki. Eftirspurn eftir vinnuafli er því með meira móti nú um stundir. Innflutningur á vinnuafli hefur aukist mikið og mátti rekja um helming íbúafjölgunar landsins milli ára á fyrsta ársfjórðungi til fjölgunar erlendra ríkisborgara.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK