Spá hækkun verðbólgu í 7,6%

Landsbankinnb spáir hækkandi verðbólgu.
Landsbankinnb spáir hækkandi verðbólgu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagstofa Íslands birtir maímælingu vísitölu neysluverðs mánudaginn 30. maí. Hagfræðideild Landsbankans spáir tæplega 0,8% hækkun vísitölunnar milli apríl og maí.

Þetta kemur fram í nýútkominni Hagsjá Landsbankans.

„Gangi spáin eftir fer 12 mánaða verðbólga úr 7,2% í 7,6%. Við spáum því að verðbólgan muni halda áfram að aukast fram í ágúst þegar við gerum ráð fyrir að hún toppi í 8,2%,“ segir í Hagsjánni. 

Upp frá því er gert ráð fyrir hægri hjöðnun verðbólgunnar. Landsbankinn spáir því  að verðbólga án húsnæðis haldi einnig áfram að aukast og að hún fari hæst í 6,2% í ágúst áður en hún hjaðni á ný.

Matur, drykkur og húsaleiga vega þyngst

Þá kemur fram í Hagsjánni að þeir liðir sem vega langmest til hækkunar verðlags milli apríl og maí eru annars vegar matur og drykkur og hins vegar reiknuð húsaleiga.

„Áhrif þessara liða eru samtals 0,57% af heildarhækkun vísitölunnar upp á 0,78%. Samkvæmt verðkönnun okkar hækkaði bensínverð um 2,2% og eru áhrif þess til hækkunar [vísitölu neysluverðs] 0,08%.“

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK