Fjárfestakynning vegna skráningar Ölgerðarinnar

Ölgerðin Egill Skallagrímsson verður skráð á markað á næstu dögum.
Ölgerðin Egill Skallagrímsson verður skráð á markað á næstu dögum. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Á mánudaginn hefst almennt útboð á hlutabréfum Ölgerðarinnar en framundan er skráning fyrirtækisins á aðallista Kauphallarinnar. Útboðið hefst kl. 10:00 á mánudag og lýkur kl. 16:00 föstudaginn 27. maí.

Rétt tæplega 30% af heildarhlutafé félagsins er í boði og eru tvær áskriftarleiðir í boði. Tilboðsbók A, sem nær yfir 40% af útboðinu og Tilboðsbók B sem nær yfir 60%, en heimild er til að færa bréf á milli ef eftirspurn gefur tilefni til. Fast gengi, 8,9 kr á hlut, er í Tilboðsbók A. Það er Kvika sem sér um útboðið fyrir Ölgerðina.

Reiknað er með að niðurstaða útboðsins liggi fyrir mánudaginn 30. maí og fyrsti viðskiptadagur í Kauphöllinni verði fimmtudaginn 9. júní.

Fjárfestakynning vegna útboðsins stendur nú yfir hjá Ölgerðinni og geta lesendur mbl.is fylgst með fundinum hér að neðan.


 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK