Sjö ný í stjórn SA – Eyjólfur Árni áfram formaður

Eyjólfur Árni Rafnsson hefur verið formaður SA frá 2017.
Eyjólfur Árni Rafnsson hefur verið formaður SA frá 2017. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nokkur breyting varð á stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) á aðalfundi samtakanna í vikunni. Alls skipa 20 mann stjórnina, 13 hlutu endurkjör í stjórn en sjö koma ný inn.

Eyjólfur Árni Rafnsson var endurkjörinn formaður SA í aðdraganda aðalfundar með ríflega 97% greiddra atkvæða. Hann hefur setið í stjórn SA frá 2014 og verið formaður frá 2017, er hann tók við formennsku af Björgólfi Jóhannssyni.

Sem fyrr segir hlutu þrettán einstaklingar endurkjör. Þau eru Arna Arnardóttir (Samtök iðnaðarins), Árni Sigurjónsson (Marel), Bjarnheiður Hallsdóttir (Katla DMI), Bogi Nils Bogason (Icelandair), Guðrún Jóhannesdóttir (Kokka), Heiðrún Lind Marteinsdóttir (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi), Hjörleifur Stefánsson (Nesraf), Jón Ólafur Halldórsson (Olís), Magnús Hilmar Helgason (Launafl), Ólafur Marteinsson (Rammi), Rannveig Rist (Rio Tinto á Íslandi), Sigurður R. Ragnarsson (Íslenskir aðalverktakar) og Ægir Páll Friðbertsson (Brim).

Inn í stjórnina koma Benedikt Gíslason (Arion banki), Birna Einarsdóttir (Íslandsbanki), Edda Rut Björnsdóttir (Eimskip), Einar Sigurðsson (Ísfélagið), Gunnar Egill Sigurðsson (Samkaup), Jónína Guðmundsdóttir (Coripharma) og Kristín Linda Árnadóttir (Landsvirkjun).

Samhliða því viku sjö einstaklingar úr stjórn, þau Eggert Þór Kristófersson (Festi), Gestur Pétursson (Veitur), Helga Árnadóttir (Bláa lónið), Helgi Bjarnason (VÍS), Lilja Björk Einarsdóttir (Landsbankinn), Tinna Jóhannsdóttir (Reginn) og Valgerður Hrund Skúladóttir (Sensa).

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK