Örfá ár í 6G tækni

Benedikt Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjarskipta, og Þórhallur Jóhannsson, fjármálastjóri Nova.
Benedikt Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjarskipta, og Þórhallur Jóhannsson, fjármálastjóri Nova.

Benedikt Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjarskipta hjá Nova, segir að aðeins örfá ár séu í það að 6G tæknin ryðji sér til rúms hér á landi. Með hverri byltingu sem verður í fjarskiptamálum margfaldast möguleikar á flutningi fjarskiptafélaga á gagnamagni og um leið batnar notendaupplifun viðskiptavina.

Nova var fyrsta símafyrirtækið á Íslandi til að bjóða 4G þjónustu í apríl 2013 en innleiðing á 5G þjónustu stendur enn yfir. Tæknin þróast þó hratt og sem fyrr segir má gera ráð fyrir að stutt sé í 6G tækni.

Nokkur ár eru liðin frá því að fjarskiptafyrirtæki hættu að innheimta gjald fyrir það að hringja úr símum. Tekjumódel þeirra hefur þess í stað breyst þannig að þau rukka nú fyrir flutning á gagnamagni og gagnanotkun, hvort sem það er heima fyrir eða í farsímum. Sífellt fleiri tæki tengjast nú netinu en áður, svo sem úr, spjaldtölvur og önnur heimilistæki. Því munu fjarskiptafyrirtæki þurfa nokkra burði til að bjóða það gagnamagn sem fólk þarf á að halda.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK