Hótel, baðlón og íbúðir í kortunum

Gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúða- og atvinnuhúsnæðis á …
Gert er ráð fyrir blandaðri byggð íbúða- og atvinnuhúsnæðis á svæðinu og strandstíg umhverfis byggðina.

Metnaðarfull sigurtillaga að uppbyggingu í Akranesbæ mun bjóða upp á byggingu hótels með útsýni að Snæfellsjökli, mögulegt baðlón, strand- og göngustíga og blandaða byggð íbúða- og atvinnuhúsnæðis. Þetta er fyrirhugað á Breiðinni á Akranesi, neðst á Skipaskaga, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Tillagan, Lifandi samfélag við sjó, sem kom frá arkitektastofunni Nordic – Office of Architecture og Eflu verkfræðistofu, hlaut fyrsta sæti í hugmyndasamkeppni um framtíð svæðisins og um leið 15 milljónir króna í verðlaun.

Breið þróunarfélag efndi til samkeppninnar með það að markmiði að byggja upp Breiðina og styðja við atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Akranesi til framtíðar. Samtals bárust 24 tillögur frá yfir 50 aðilum, að miklum meirihluta frá alþjóðlegum arkitekta-, hönnunar- og skipulagsstofum.

„Við erum mjög spennt fyrir möguleikunum sem þessar tillögur færa okkur. Nú höfum við unnið síðan í júní 2020 með Brimi að því að efla atvinnustarfsemi við Breiðina og hluti af því verkefni var að fara í gang með hugmyndasamkeppnina,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK