Eimskip sendir frá sér jákvæða afkomuviðvörun

Vilhelm Þorsteinsson er forstjóri Eimskips.
Vilhelm Þorsteinsson er forstjóri Eimskips. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Útlit er fyrir að EBITDA hagnaður Eimskips á öðrum ársfjórðungi þessa árs verði umtalsvert hærri en á sama ársfjórðungi í fyrra, eða á bilinu 43,5 – 47 milljónir evra.

Þetta kemur fram í afkomuviðvörun sem Eimskip sendi á Kauphöll nú síðdegis en þessi hagnaður nemur á bilinu 6 – 6,5 milljörðum króna á núverandi gengi. Upplýsingarnar byggja á stjórnendauppgjöri fyrir apríl og maí ásamt nýrri spá fyrir júní. EBITDA hagnaður félagsins í fyrra var tæpar 30 milljónir evra, þegar búið er að aðlaga áhrif að sátt við Samkeppniseftirlitið fyrir rúma 10 milljónir.

Í tilkynningunni kemur fram að ýmsar ástæður séu fyrir betri afkomu, en helstu drifkraftarnir séu góð frammistaða í alþjóðlegu flutningsmiðluninni og mjög góð nýting í siglingakerfum félagsins. Þá sé afkoma af flutningum yfir Atlantshafið mun betri en á sama tímabili síðasta árs vegna góðs magns og flutningsverða sem endurspegla mikla eftirspurn eftir flutningum yfir hafið. Loks hafi Að magn í innflutningi til Íslands verið sterkt. Þá kemur fram að horfur fyrir komandi mánuði séu almennt góðar þrátt fyrir mikla óvissu í alþjóðlegu efnahagsumhverfi og mögulegum áhrifum vaxandi verðbólgu á heimsviðskipti.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK