Gríðarleg fjölgun farþegaskipa

Preziosa og Norwegian Getaway við Skarfabakka.
Preziosa og Norwegian Getaway við Skarfabakka. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útlit er fyrir að komum skemmtiferðaskipa til Íslands fjölgi gríðarlega sumarið 2023 ef mið er tekið af bókunum sem þegar liggja fyrir. Er óhætt að segja að sprenging verði í komum skemmtiferðaskipa/farþegaskipa hingað ef allt gengur eftir.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, fimmtudag.

Fjöldi farþegaskipa hefur verið við landið í sumar. Hafnir vítt og breitt um landið þurfa nú að búa sig undir enn meira álag næsta sumar.

Faxaflóahafnir hafa bókað 260 skipakomur til Reykjavíkur næsta sumar, samkvæmt upplýsingum Gísla Jóhanns Hallssonar yfirhafnsögumanns.

Farþegafjöldi gæti orðið 300 þúsund

Fyrsta skipið kemur 23. mars. Þá eru pantanir fyrir sumarið 2024 byrjaðar að streyma inn og þegar verið bókaðar 123 skipakomur þótt fyrirvarinn sé tvö ár. Farþegafjöldinn næsta sumar gæti vel farið yfir 300 þúsund.

Á þessu sumri munu skipakomur farþegaskipa til Reykjavíkur verða 185. Fjölgun næsta ár yrði um 40% miðað við stöðuna nú en væntanlega eiga enn eftir að berast pantanir.

Meira í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK