Mikil aðsókn í markaðsráðstefnu Kompanís

Markaðsráðstefna Kompanís 2022
Markaðsráðstefna Kompanís 2022

Markaðsráðstefna Kompanís, viðskiptaklúbbs Morgunblaðsins og mbl.is, hófst á Grand hóteli í gær og stendur yfir þar til á morgun, fimmtudag. Magnús E. Kristjánsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, segir að fyrsti dagur ráðstefnunnar hafi verið vel sóttur og búast megi við auknum fjölda í dag og á morgun.

„Það var ánægjulegt að sjá viðbrögðin hjá þeim sem komu og fyrirlesari okkar fékk góðar móttökur,“ segir Magnús og vísar þar til Riads Zouheirs, aðalráðgjafa Amplify My Sales í Bretlandi, sem er fyrirlesari á markaðsráðstefnunni í ár.

„Samhliða því höfum við fengið góða vitnisburði frá meðlimum klúbbsins sem hafa reynslu af því að auglýsa vörur sínar og þjónustu með skipulögðum hætti með aðild sinni,“ segir Magnús.

Á hverju ári býður Morgunblaðið völdum fyrirtækjum á markaðsráðstefnu Kompanís og hefur fjöldi þátttakenda vaxið ár frá ári. Spurður nánar um viðskiptaklúbbinn segir Magnús að hann feli í sér að unnið sé með meðlimum hans að tólf mánaða markaðsáætlun, sem hvort tveggja felur í sér birtingar á miðlum Árvakurs sem og hönnun á efni.

„Þau fyrirtæki sem gerast aðilar að viðskiptaklúbbnum njóta þess þunga sem Morgunblaðið, mbl.is og K100 hafa á auglýsingamarkaði, fá fyrirsjáanleika í auglýsingum sínum og birtingu auk þeirrar reynslu sem býr innan félagsins á þessum markaði,“ segir Magnús.

Auk framangreinds heldur Kompaní fjóra fræðslufundi á ári fyrir meðlimi klúbbsins þar sem boðið er upp á fróðlega fyrirlestra og reynslusögur annarra fyrirtækja og hægt að tengjast öðrum þátttakendum. Riad Zouheir er sem fyrr segir aðalfyrirlesari á markaðsráðstefnunni í ár. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku að mörg lítil og meðalstór fyrirtæki byggju ekki við það að hafa sérstaka markaðsdeild eða svigrúm til að verja miklum tíma í markaðsmál. Aðspurður um það og hvort viðskiptaklúbburinn henti þannig fyrirtækjum frekar en öðrum segir Magnús að þátttakendur í klúbbnum séu fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.

Magnús segir að endunýjunarhlutfall þeirra fyrirtækja sem eru aðilar að klúbbnum hafi farið hækkandi með árunum, en aðeins er hægt að gerast aðili að klúbbnum á fyrrnefndri markaðssráðstefnu.

„Það hversu margir endurnýja aðild er til marks um að starfsemi klúbbsins ber góðan árangur,“ segir Magnús.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK