5 milljóna tap hjá Bankastræti Club

B Reykjavík ehf var rekið með 5,2 milljóna króna tapi …
B Reykjavík ehf var rekið með 5,2 milljóna króna tapi á síðasta ári. Samsett mynd

Félagið B Reykjavík ehf. var rekið með 5,2 milljóna króna tapi á síðasta ári að því er fram kemur í ársreikningi félagsins. B Reykjavík heldur utan um rekstur Bankastræti Club, skemmtistaðar í miðbæ Reykjavíkur, en Birgitta Líf Björnsdóttir einn af eigendum félagsins. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá.

Bankastræti Club opnaði 1. júlí á síðasta ári og var því aðeins starfandi í sex mánuði árið 2021. Staðurinn er rekin við Bankastræti 5, sem áður hýsti skemmtistaðinn B5. 

Rekstrartekjur félagsins námu alls 67 milljónum króna árið 2021, en þar af var vörusala fyrir 62 millljónir. Þær fimm sem eftir standa eru skilgreindar sem styrkur. 

Rekstrargjöld B Reykjavíkur námu 72 milljónum í fyrra. Kostnaðarverð seldra vara var 23,7 milljónir. Laun og launatengd gjöld námu 12,8 milljónum en eitt ársverk var skráð á síðasta ári. Þá voru 35,4 milljónir gjaldfærðar undir liðnum annar rekstrarkostnaður.

Birgitta Líf er andlit Bankastræti Club og hélt meðal annars þrítugsafmæli sitt þar í vikunni. Hún er einnig markaðsstjóri World Class. Við árslok átti Birgitta 33,3% eignarhlut í B Reykjavík. Félögin RK bygg ehf og Urriðafoss ehf áttu hvort um sig þriðjungshlut í félaginu á móti Birgittu. 

RK Bygg er í eigu Þórlaugar Ólafsdóttir og Urriðafoss ehf er í eigu Sverris Þórs Gunnarssonar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK