Stýrivextir hækkaðir í Svíþjóð

Seðlabankinn telur að vextirnir muni áfram hækka, en spár sýna …
Seðlabankinn telur að vextirnir muni áfram hækka, en spár sýna að í byrjun næsta árs verði stýrivextir í Svíþjóð tæp 3%. AFP

Seðlabanki Svíþjóðar hefur hækkað stýrivexti um 0,75 prósentustig, upp í 2,5%. Stýri­vext­ir hafa ekki verið hærri í land­inu frá árinu 2008. 

Aftonbladet greinir frá þessu en í yfirlýsingu sem bankinn sendi frá sér segir: „Verðbólga er enn allt of há. Verðbólgan rýrir kaupmátt fjölda fólks og gerir heimilum og fyrirtækjum erfiðara fyrir að skipuleggja fjármál sín.“

Seðlabankinn telur að vextirnir muni áfram hækka en spár sýna að í byrjun næsta árs verði stýrivextir í Svíþjóð tæp 3%.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK