Róbert verður forstjóri Alvotech

Róbert Wessman, tekur við sem forstjóri Alvotech. Hann verður áfram …
Róbert Wessman, tekur við sem forstjóri Alvotech. Hann verður áfram stjórnarformaður félagsins. Ljósmynd/Aðsend

Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvogen og Alvotech, mun taka við sem forstjóri Alvotech um áramótin, en Mark Levick, sem hefur verið forstjóri frá árinu 2019, hefur beðist lausnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Alvotech, en auk þess hefur Hafrún Friðriksdóttir verið ráðin sem framkvæmdastjóri rekstrar, en hún var áður framkvæmdastjóri alþjóðlegra rannsókna og þróunar fyrir Teva.

Þessi tilkynning kemur aðeins 10 dögum eftir að tilkynnt var um að Alvogen og Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá félaginu, hefðu náð sáttum í kjölfar ásakana hans varðandi starfshætti Róberts. Hafði Halldór meðal annars sakað Róbert um að hafa kýlt sig í gleðskap á vegum fyrirtækisins. Þá hafi Róbert einnig sent samstarfsmönnum sínum, sem báru vitni í skaðabótamáli Björgólfs Thors Björgólfssonar gegn Róberti, líflátshótanir í skilaboðum.

Sáttin fól m.a. í sér að hætt var við málsókn gegn Halldóri sem lýsti því jafnframt yfir að hann hefði ekki stöðu uppljóstrara. Þá lokaði Halldór heimasíðu sinni þar sem hann greindi frá ásökununum og lýsti hann yfir trausti til Róberts.

Róbert verður áfram stjórnarformaður Alvotech líkt og hann hefur verið frá árinu 2019. Félagið var skráð á markað í Bandaríkjunum og á First north markaðinn hér á landi í sumar.

Í tilkynningunni er haft eftir Róberti að hann þakki Levick fyrir framlag hans á þessu vaxtarskeiði og áfram þar sem hann mun leiða vísindaráð félagsins.

Hafrún Friðriksdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Alvotech.
Hafrún Friðriksdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Alvotech. Ljósmynd/EYAL TOUEG

Í tilkynningunni segir að Hafrún hafi verið ábyrg fyrir öllum rannsóknum og þróunarverkefnum alþjóðlega lyfjafyrirtækisins Teva (Executive Vice President and Head of Global R&D) frá árinu 2017 þar til fyrr á þessu ári. Hún var einnig framkvæmdastjóri alþjóðlegra rannsókna og þróunar há Allergan, áður Actavis, þar til fyrirtækið sameinaðist Teva árið 2016. Hjá Teva stjórnaði Hafrún allri lyfjaþróun fyrirtækisins, á sviði frumlyfja, samheitalyfja og líftæknilyfjahliðstæða. Hún bar þannig ábyrgð á þróun um 1.000 samheitalyfja á hverjum tíma, auk tuga frumlyfja og líftæknilyfjahliðstæða. Undir Hafrúnu heyrðu um 3.500 starfsmenn alþjóðlega í rannsóknum, þróun, lyfjagát, auk samskipta við heilbrigðisstarfsfólk og eftirlitsstofnanir. Hafrún er með doktorspróf í eðlislyfjafræði frá Háskóla Íslands. Hún

Róbert var forstjóri Actavis á árum áður, en síðar stofnaði hann Alvogen og síðar Alvotech. Róbert er jafnframt einn af stofnendum og stjórnaformaður Aztiq Group. Hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK