Streymisveitnastríðið ósjálfbært

Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Símanum. mbl.is/​Hari

Síminn tilkynnti í gær að gerður hefði verið víðtækur samstarfssamningur til þriggja ára við bandaríska sjónvarpsframleiðandann HBO. Efni frá HBO hefur ekki verið aðgengilegt á Íslandi síðan árið 2019, en Stöð 2 var áður í samstarfi við framleiðandann.

HBO hefur ítrekað frestað áformum sínum um að opna streymisveitu sína, HBO Max, hér á landi. Með nýjum samningi má ætla að hún sé ekki á leiðinni hingað næstu þrjú árin, og það er ekkert víst að hún komi þá.

Að sögn Magnúsar Ragnarssonar, framkvæmdastjóra miðla hjá Símanum, eru bandarísku streymisveiturnar farnar að draga saman seglin hvað varðar útrás til alþjóðlegra markaða, en fyrirtækin höfðu ætlað sér stóra hluti, og sennilega er breytinga að vænta á markaðnum. „Þetta streymisveitnastríð hefur reynst öllum þungbærara en búist var við,“ segir Magnús.

Hann bendir á að þróun og rekstur streymisveitna hafi verið keyrð áfram á lánsfé, og reksturinn er ekki enn orðinn sjálfbær. Þróunin sé komin í hring og streymisveiturnar farnar að valda sömu vandamálum og þeim var ætlað að leysa þegar kapalsjónvarpið byrjaði að fasast út. Enn fremur hafi færst í vöxt að fólk kaupi sér áskriftir í skemmri tíma til að horfa á eina og eina seríu en segi svo fljótlega upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK