Unnur hættir í Seðlabankanum í vor

Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits.
Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabankans, hefur beðist lausnar frá embætti. Hún mun láta af störfum í byrjun maí.

Þetta tilkynnti Unnur starfsfólki Seðlabankans í dag. Hún gegndi starfi forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME) frá 2012 og stöðu varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits frá ársbyrjun 2020 í kjölfar þess að stofnanirnar voru sameinaðar.

Unnur hefur víðtæka reynslu af störfum við fjármálatengd verkefni, opinbera stjórnsýslu og í dómskerfinu. Hún starfaði meðal annars í sjö ár hjá bankaeftirliti Seðlabanka Íslands og í fimm ár sem sérfræðingur í fjármálaþjónustu hjá EFTA-skrifstofunni í Brussel. Þá var hún framkvæmdastjóri Fjölgreiðslumiðlunar í tvö ár. Innan opinberrar stjórnsýslu var Unnur skrifstofustjóri í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu í sjö ár og settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í eitt ár.

Nánar verður rætt við Unni í Morgunblaðinu í fyrramálið. Þar ræðir hún meðal annars um ástæður starfsloka sinna, um það hvernig sameining FME og Seðlabankans hefur gengið og fleira.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK