Hluthafar Símans munu fá aðra greiðslu

mbl.is/Hari

Síminn hefur gengið frá sölu á skuldabréfi til félags á vegum franska fjárfestingarsjóðsins Ardian. Söluverð bréfsins er um 15,7 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum til Kauphallarinnar nú í kvöld. Þar kemur einnig fram að stjórn Símans muni, á aðalfundi félgsins í mars, leggja fram tillögu um niðurfærslu hlutafjár með útgreiðslu fjármuna.

Ardian keypti sem kunnugt er fjarskiptafélagið Mílu af Símanum í lok september sl. Söluferlið tók um 11 mánuði og tafðist meðal annars vegna starfshátta Samkeppniseftirlitsins eins og ítarlega hefur verið fjallað um í Morgunblaðinu. Við söluna fékk Síminn í sinn hlut um 32,7 milljarða króna í reiðufé og um 17,5 milljarða króna í formi skuldabréfs til þriggja ára. Skuldabréfið bar 4% vexti og var framseljanlegt.

Söluverð bréfsins nú er rúmlega 2% undir bókfærðu verði bréfsins hinn 30. september síðastliðinn. Í tilkynningu Símans kemur fram að mismunur á söluverði og bókfærðu verði sé gjaldfærður í ársuppgjöri vegna ársins 2022. Gjaldfærsla á fjórða ársfjórðungi 2022 mun nema um 380 milljónum króna.

Eftir söluna á Mílu greiddi Síminn um 31,5 milljarða króna til hluthafa félagsins í formi reiðufjár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK