Kaupir 6,5% hlut í Össuri

Össur er alþjóðlegt fyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur …
Össur er alþjóðlegt fyrirtæki sem hannar og framleiðir stoðtæki, spelkur og stuðningsvörur. Ómar Óskarsson

Fjárfstingasjóðurinn Inter Long Term Capital frá Lúxemborg keypti fyrir helgi um 6,46% hlut í stoðtækjafélaginu Össur. Um er að ræða 27,3 milljónir hluta.

Með fjárfestingunni verður Long Term Capital næst stærsti hluthafinn í Össuri, en stærsti hluthafinn er danski fjárfestingasjóðurinn William Demant Invest, sem á 50% hlut í félaginu. Sjóðurinn sérhæfir sig í fjárfestingum í heilbrigðisgeiranum. Þá eiga danski lífeyrissjóðurinn ATP og Lífeyrissjóður verslunarmanna sitthvorn 5% hlutinn í félaginu.

Össur er skráð á markað í Nasdaq kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Gengi félagsins er nú 34,4 danskar krónur á hlut en var 33,45 danskar krónur á hlut sl. föstudag, daginn sem Long Term Capital keypti hlut sinn í félaginu. Miðað við gengi dagsins þá nemur fjárfestingin um 914,4 milljónum danskra króna eða tæpum 18,8 milljörðum íslenskra króna. Þó er rétt að taka fram að ekki liggur fyrir á hvaða gengi Long Term Capital kaupir hlut sinn og þá hefur ekki komið fram hver eða hverjir hafa selt sína hluti.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK