Lífeyrissjóðir stórir hluthafar í Kviku

Sala á bílafjármögnun annars bankans gæti virkað gagnvart SE.
Sala á bílafjármögnun annars bankans gæti virkað gagnvart SE. Árni Sæberg

Fjárfestingafélagið Stoðir fer með 6,6% hlut í Kviku og er þriðji stærsti hluthafinn á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna (Live), sem á 9,1% hlut, og Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins (LSR), sem á um 7,6% hlut. Þá á LSR um 7,5% hlut í Íslandsbanka og Live um 6,3% hlut.

Skörun meðal fleiri hluthafa

Þá er skörun meðal fleiri hluthafa, Gildi lífeyrissjóður á til að mynda 6,9% hlut í Íslandsbanka og 4,7% hlut í Kviku, og þá eiga Brú, Birta og Stapi minni hluti í báðum bönkum. Vert er að hafa í huga að lífeyrissjóðir eiga einnig stóra hluti í Arion banka. Gildi fer þar með 9,8% hlut, LSR með 9,6% og Live með 9,1%. Loks eru Stoðir stór hluthafi í Arion, með um 5,2% hlut og þar með stærsti hluthafinn meðal einkafjárfesta. Ríkissjóður Íslands er sem kunnugt er langstærsti hluthafi í Íslandsbanka með 42,5% hlut. Erlendi fjárfestingasjóðurinn Capital Group fer með 4,89% hlut í Íslandsbanka en lífeyrissjóðir eru mest áberandi í hluthafahópi beggja banka. Stjórnarformaður Kviku er Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og stjórnarformaður Íslandsbanka er Finnur Árnason, fv. forstjóri Haga.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK