Brottrekstur Haraldar gæti reynst dýrkeyptur

Haraldur Þorleifsson og Elon Musk.
Haraldur Þorleifsson og Elon Musk.

Brottrekstur Haraldar Þorleifssonar af Twitter gæti reynst samfélagsmiðlarisanum dýrkeyptur.

Haraldi, sem var yfirhönnuður hjá fyrirtækinu, var sagt upp um helgina eins og greint var frá á mbl.is í morgun

Bandaríska dagblaðið New York Times fjallar um uppsagnir helgarinnar í dag og segir þær hafa verið að minnsta kosti 200 talsins.

Fjölda starfsmanna Twitter var sagt upp um helgina.
Fjölda starfsmanna Twitter var sagt upp um helgina. AFP

Stofnendurnir fengu stærri kjarapakka

Bent er á að á nokkrir stofnendur smærri tæknifyrirtækja, sem seldu rekstur sinn inn í Twitter og gengu til liðs við fyrirtækið á sama tíma, hafi verið látnir hirða sitt hafurtask.

Til dæmis eru nefnd þau Esther Crawford, sem stofnaði myndspjallforrit og leiddi nýverið þá stefnubreytingu Twitter að byrja að innheimta gjald fyrir svokölluð auðkennismerki við hlið nafna sinna, og Haraldur, sem stofnaði hönnunarfyrirtækið Ueno og seldi það til Twitter árið 2021.

„Nokkrir stofnendanna fengu stærri kjarapakka sem hluta af kaupunum á fyrirtækjunum þeirra, sem gæti gert það dýrara að segja þeim upp þar sem greiða þarf upp hlutabréf og kaupauka þeirra,“ hefur dagblaðið eftir þremur mönnum sem sagðir eru kunnugir þessum kjarapökkum. 

Hol­lend­ing­ur­inn Martijn de Kuijper, sem einnig seldi fyr­ir­tækið sitt, Revue, til Twitter árið 2021, missti starfið sitt sömu­leiðis um helg­ina eins og vikið var að í umfjöllun mbl.is í morgun.

Kvaðst myndu halda áfram

Áður hef­ur komið fram að Har­aldi sé ekki vel við Elon Musk, forstjóra Twitter sem keypti fyrirtækið á síðasta ári.

Hann kvaðst þó í maí síðastliðnum ætla að halda áfram hjá Twitter.

„Þar til ein­hver spark­ar mér út,“ bætti hann þá við.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK