IKEA á Íslandi með nýtt sérhannað smáforrit

Meðal þeirrar virkni sem appið býður upp á er myndavélaleit …
Meðal þeirrar virkni sem appið býður upp á er myndavélaleit og vöruskönnun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

IKEA á Íslandi hefur gefið út nýtt smáforrit en appið, ásamt nýjum vef verslunarinnar, er hluti af þeirri stefnu fyrirtækisins að gera verslunarferðina, hvort sem hún gerist í Kauptúni eða í sófanum heima, enn betri og þægilegri.

Guðný Camilla Aradóttir, verslunarstjóri IKEA, segir í samtali við Morgunblaðið að appið, ásamt aukinni áherslu á samfélagsmiðla, þar með talið TikTok, komi til með að þjóna yngsta markhópnum betur, eða væntanlegum viðskiptavinum eins og hún orðar það, sem farnir eru að huga að því að stofna eigið heimili eða kaupa sjálf inn sinn húsbúnað.

„Þetta er nýjung hjá okkur og er þróað sérstaklega fyrir íslensku verslunina,“ segir Guðný.

Meðal þeirrar virkni sem appið býður upp á er myndavélaleit og vöruskönnun. Á dögunum valdi vörumerkjastofan Brandr IKEA sem besta alþjóðlega vörumerkið á Íslandi.

„Við erum einlæglega mjög stolt af því að hafa fengið þessi verðlaun. Það liggur mikil vinna að baki. Þetta er viðurkenning á að eftir því sé tekið og að það sé þess virði að gera hlutina vel.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK