600 skráðir í loppuapp

Ásta kynntist sambærilegu forriti á Englandi og hugmyndin fór ekki …
Ásta kynntist sambærilegu forriti á Englandi og hugmyndin fór ekki úr höfði hennar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um sex hundruð manns hafa sótt sér smáforritið Regn, þrátt fyrir að það sé enn ekki formlega komið út. Ásta Kristjánsdóttir stofnandi segir að Regn hjálpi fólki að kaupa og selja notuð föt rétt eins og í hinum svokölluðu loppubúðum.

„Appið er í prófunum núna og við gefum fólki kost á að taka þátt í gegnum instagramsíðu okkar,“ segir Ásta í samtali við Morgunblaðið. „Viðtökur hafa farið fram úr okkar björtustu vonum.“

Von er á appinu í smáforritaverslun Apple síðar í mánuðinum.

Ásta segir verkefnið umhverfisvænt og snúast um endurnýtingu og sjálfbærni.

„Það var það sem hvatti mig af stað. Mér fannst vanta svona þjónustu hér. Nú getur fólk, í stað þess að fara með föt í poka til að selja í básum í loppubúðunum, klárað dæmið heima í stofu,“ segir hún.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út laugardaginn 13. maí

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK