Risarnir vilja samsvara sig Karólínska svæðinu

Björn Zoëga, forstjóri Karólínska spítalans í Stokkhólmi í Svíþjóð.
Björn Zoëga, forstjóri Karólínska spítalans í Stokkhólmi í Svíþjóð. Ómar Óskarsson

Það vakti athygli blaðamanna Morgunblaðsins þegar þeir heimsóttu Björn Zoëga, forstjóra Karó­línska sjúkrahússins í Stokkhólmi um nýliðna helgi, að allt um kring blasa við stórar byggingar þar sem finna má nöfn alþjóðlegra lyfjaframleiðenda og tækni­fyrirtækja á heilbrigðissviði.

Þar má finna byggingar sem merktar eru lyfjarisum á borð við Pfizer og AstraZeneca, auk fjölda annarra stórfyrirtækja á sviðinu. Næst spítalanum er svo mikil og stór bygging í smíðum að undirlagi Wallenberger-fjölskyldunnar auðugu. Þar er von á að stórfyrirtæki á heilbrigðissviði komi sér fyrir.

Mjög stór ákvörðun

„Þessi fyrirtæki hafa þyrpst hingað síðustu tvö til þrjú árin. Þetta hefur verið mjög stór ákvörðun fyrir AstraZeneca sem nú hefur flutt höfuðstöðvar sínar hingað. Þeir hafa hingað til verið með þær sunnar í Svíþjóð þar sem verksmiðja þeirra er starfrækt,“ upplýsir Björn í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag. Til framtíðar mun samstarf sjúkrahússins við þessi fyrirtæki og háskólahluta starfseminnar efla slagkraft starfseminnar að sögn Björns.

Það hefur vakið athygli að sum þessara fyrirtækja hafa í sínu kynningarefni stært sig af því að vera staðsett á Karólínska svæðinu, jafnvel þótt ekkert slíkt nafn nái yfir svæðið. Fyrir­tækin meta það sem svo að það sé hagur í því að nýta sér vörumerki Karólínska sjúkrahússins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK