Kyrrstaða í orkumálum skerðir lífsgæði

Miðað við núverandi forsendur eru full orkuskipti fyrir árið 2014, eins og stefnt er að, að fullu óraunhæf. Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst skortur á orkuframboði.

Þetta segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, í nýjum þætti Dagmála á mbl.is í dag. Hún segir að rekja megi yfirvofandi orkuskort til kyrrstöðu sem hafi ríkt í orkuframleiðslu í meira en áratug.

„Við höfum alla burði til að ná þessum markmiðum, en þá þurfum við að fara af stað,“ segir Sigríður.

„Í rauninni hefði verið best ef orkuframleiðsla hefði vaxið jafnt og þétt á síðustu árum, sem hún hefur því miður ekki gert.“

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Sigríður Mogensen segir að þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé með …
Sigríður Mogensen segir að þrátt fyrir að ríkisstjórnin sé með skýr markmið um orkuskipti þurfi meira til eigi þau að verða að veruleika. María Matthíasdóttir
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK