Það átta sig ekki allir á hve erfitt það er

Willie Walsh stjórnandi IATA hefur víða komið við á ferlinum …
Willie Walsh stjórnandi IATA hefur víða komið við á ferlinum og meðal annars stýrt British Airways og Air Lingus. Kristinn Magnússon

Helstu sérfræðingar á sviði flugafgreiðslu eru nú staddir í Hörpu þar sem fram fer árleg ráðstefna Alþjóðasambands flugfélaga (IATA) um málefnið. Meðal frummælenda á ráðstefnunni er Willie Walsh, stjórnandi IATA og fyrrverandi forstjóri British Airways og Air Lingus.

Walsh segir aðspurður í samtali við ViðskiptaMoggann að flugafgreiðsla sé að jafnaði um 4-5% af kostnaði flugfélaga en eins og rætt er um á ráðstefnunni er sífellt verið að leita leiða til að auka skilvirkni í greininni til að ná kostnaðinum niður. Er þar meðal annars talað um hagnýtingu gagna og gervigreindar.

Eldsneyti stærsti liðurinn

Eldsneyti er stærsti kostnaður í rekstri flugfélaga, um 30-31% að sögn Welsh. Þar á eftir komi starfsmannahald og flugafgreiðsla sem reyndar sé hluti af starfsmannahaldi hjá sumum flugfélögum, t.d. Icelandair.

„En þar sem þetta er ekki gert innan flugfélagsins þá er þetta um 4-5% kostnaðar,“ segir Walsh.

„Samanlagt eru starfsmannahald og eldsneyti 55-56% kostnaðar að jafnaði.“

Walsh gerði afkomu í fluginu að umtalsefni í erindi sínu á ráðstefnunni en framlegð (e. net margin) er nú 2,7%. Hæst fór hún á síðustu tíu árum í 5%. Jafn lág framlegð væri almennt óásættanleg í mörgum öðrum geirum að sögn Walsh.

Þá er eðlilegt að spyrja forstjórann hvað reki fólk í að stofna ný flugfélög.

„Það trúa margir að þeir geti gert þetta betur, en það átta sig ekki allir á hve erfitt það er.“

Lestu ítarlegt samtal við Walsh í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK