Útlendingar í stað Íslendinga á sjó

Verst gengur að manna línubátana núna og hefur útlendingum á ...
Verst gengur að manna línubátana núna og hefur útlendingum á sjó fjölgað hratt. mbl.is/Rax

Mjög erfiðlega gengur að manna línubáta vegna lágs afurðaverðs og hefur Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómannafélags Grindavíkur, áhyggjur af því að það sé aðeins byrjunin og næst verði það ísfisktogararnir, frystiskipin og loks uppsjávarskipin.

Ástæðan er samkeppni við atvinnu í landi enda margir iðnmenntaðir sem fóru á sjóinn í efnahagskreppunni en geta nú fengið hærri laun í landi. „Alltaf þegar það verður niðursveifla fáum við mikið af iðnmenntuðum á sjóinn, en þegar þensla er þá eru þeir fyrstir manna frá borði,“ segir Einar Hannes en það hafa helst verið útlendingar sem manna plássin.

„Útlendingarnir byrja margir á línubátum en er síðan hleypt á önnur skip,“ segir Einar en hátt í 25 prósent af félagsmönnum Sjómannafélags Grindavíkur eru útlendingar og hefur fjöldi þeirra allt að fjórfaldast á tveimur árum að hans sögn.

Mánaðarlaun á línubát eru sjö til átta hundruð þúsund krónur ef menn taka alla túra. „En þá ertu gersamlega uppgefinn, 13 til 14 tíma vinnudagur og nánast engin hvíld,“ segir Einar.

Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómannafélags Grindavíkur.
Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómannafélags Grindavíkur. mbl.is
mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 21.2.18 247,21 kr/kg
Þorskur, slægður 21.2.18 269,73 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.2.18 290,44 kr/kg
Ýsa, slægð 21.2.18 252,61 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.2.18 36,42 kr/kg
Ufsi, slægður 21.2.18 96,10 kr/kg
Djúpkarfi 7.2.18 104,00 kr/kg
Gullkarfi 21.2.18 168,35 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.2.18 Vigur SF-080 Lína
Ýsa 4.472 kg
Steinbítur 511 kg
Þorskur 184 kg
Samtals 5.167 kg
21.2.18 Öðlingur SU-019 Línutrekt
Ýsa 3.259 kg
Þorskur 1.959 kg
Steinbítur 303 kg
Samtals 5.521 kg
21.2.18 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 2.929 kg
Ýsa 2.819 kg
Steinbítur 221 kg
Samtals 5.969 kg
21.2.18 Sæþór EA-101 Þorskfisknet
Þorskur 3.544 kg
Ýsa 116 kg
Karfi / Gullkarfi 71 kg
Samtals 3.731 kg

Skoða allar landanir »