Björguðust eftir níu og hálfan tíma

Frá björgunaraðgerðum í gær.
Frá björgunaraðgerðum í gær. Ljósmynd/RNLI

Sex sjómenn eru heilir á húfi eftir að þeim var bjargað úti fyrir Hjaltlandseyjum í gærkvöldi. Björgunaraðgerðirnar stóðu yfir í níu og hálfa klukkustund og glímdu menn við allt að tíu metra háar öldur.

Bátur sjómannanna varð vélarvana norður af Skotlandi um miðjan dag í gær. Björgunarbátur var þá sendur á vettvang þeim til bjargar. Náði björgunarsveitin, skipuð sjálfboðaliðum, að koma togreipi yfir í fiskibátinn en það slitnaði fimm sinnum meðan á björguninni stóð.

Á endanum tókst að draga bátinn til hafnar um klukkan tíu í gærkvöldi að staðartíma.

Var áður gerður út frá Þorlákshöfn

Skipstjórinn á björgunarbátnum var Dougie nokkur Munro, sem nýlega fékk orðu fyrir fjörutíu ára þjónustu í þágu björgunarsveitarinnar. 

Fyrsti stýrimaður bátsins, Andy Pearson, segir björgunina hafa verið eina þá erfiðustu sem áhöfnin hafi tekið þátt í.

Í samtali við BBC segir hann að einna vandasamast hafi verið að tengja togreipið að nýju eftir að það slitnaði fimm sinnum.

„Öldurnar komu stundum yfir þilfarið og skoluðu reipinu til og frá. Þannig að þú reynir að hafa ekki mikið af lausu reipi uppi á þilfari því annars vefst það utan um fætur þína.“

Báturinn nefnist Sparkling Line en hét áður Eyrún ÁR-66 og var gerður út frá Þorlákshöfn á árunum 2000-2006. Hér að neðan má sjá mynd sem Hafþór Hreiðarsson, fréttaritari Morgunblaðsins og mbl.is, tók af Eyrúnu á vetrarvertíðinni 2005.

Báturinn á siglingu árið 2006.
Báturinn á siglingu árið 2006. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg
19.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 908 kg
Samtals 908 kg
19.9.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 347 kg
Skarkoli 286 kg
Langlúra 106 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 20 kg
Þykkvalúra 14 kg
Skrápflúra 14 kg
Karfi 13 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg
19.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 908 kg
Samtals 908 kg
19.9.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 347 kg
Skarkoli 286 kg
Langlúra 106 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 20 kg
Þykkvalúra 14 kg
Skrápflúra 14 kg
Karfi 13 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 843 kg

Skoða allar landanir »