„Var mikil froststilla, sem betur fer“

Frá vettvangi brunans.
Frá vettvangi brunans. Ljósmynd/Sigurjon J. Sigurdsson

„Þarna voru náttúrulega varahlutir fyrir skipin og aðstaða til að taka inn dælur og mótora sem fara þarf yfir og endurnýja. Þetta var því okkar verkstæði og lager,“ segir Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar. Húsnæði skipaþjónustu útgerðarinnar, um 700 fermetrar að flatarmáli, er brunnið til kaldra kola auk alls þess sem inni í því var.

Húsið var mannlaust er eldurinn kom upp um klukkan ellefu að kvöldi föstudags, en í kjölfarið lagði mikinn reyk yfir nærliggjandi svæði og hvatti lögreglan fólk til að loka gluggum sínum.

Timburhús og mikill eldsmatur

Notaðar voru gröfur til að brjóta húsið niður, svo eldurinn bærist ekki í næstu hús, en þar á meðal er „Rauða húsið“ svonefnda, rúmlega hundrað ára gamalt timburhús sem flutt var til Ísafjarðar frá Hesteyri árið 1956.

Í samtali við 200 mílur í dag segir Kristján að ekki hafi munað miklu að eldurinn læsti sig í Rauða húsið.

„Það var bara svo mikil froststilla, sem betur fer. Manni hefði ekki litist vel á það hefði verið einhver vindgjóla, sem borið hefði meira líf í eldinn. Þetta er timburhús og þannig mikill eldsmatur,“ segir hann og bætir við að í því húsi geymi útgerðin ýmis veiðarfæri og íhluti fyrir skipin.

Ljósmynd/Sigurjon J. Sigurdsson

„Eigum að geta þjónustað skipin okkar“

Spurður hvort fjöldi tækja og tóla hafi verið inni í húsinu sem brann svarar Kristján játandi.

„En þetta er ekki að trufla okkur frekar. Það leystist farsællega úr þessu með samstarfi við aðra á Eyrinni,“ segir hann en útgerðin hefur samið við Vélsmiðjuna Þrym um að fá að nýta sér húsakost hennar.

„Þeir eru hinum megin við götuna og eru mjög vel tækjum búnir. Þetta á því ekki að hafa mikil áhrif. Við erum komin með húsnæði og aðgang að verkstæði, þannig að við eigum að geta þjónustað skipin okkar frá og með deginum í dag.“

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði eru upptök eldsins enn ókunn. Vettvangsrannsókn lauk á laugardag og er nú farið yfir gögn með það að markmiði að upplýsa málið.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Gellur 6.12.17 706,00 kr/kg
Þorskur, óslægður 18.1.18 255,66 kr/kg
Þorskur, slægður 18.1.18 290,83 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.1.18 237,02 kr/kg
Ýsa, slægð 18.1.18 253,17 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.1.18 89,41 kr/kg
Ufsi, slægður 18.1.18 107,05 kr/kg
Djúpkarfi 29.12.17 131,00 kr/kg
Gullkarfi 17.1.18 324,42 kr/kg
Litli karfi 14.12.17 0,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

18.1.18 Öðlingur SU-019 Lína
Ýsa 1.849 kg
Langa 53 kg
Samtals 1.902 kg
18.1.18 Vigur SF-080 Lína
Þorskur 326 kg
Keila 266 kg
Langa 222 kg
Ufsi 56 kg
Hlýri 7 kg
Steinbítur 6 kg
Karfi / Gullkarfi 4 kg
Samtals 887 kg
18.1.18 Siggi Bessa SF-097 Línutrekt
Þorskur 5.544 kg
Ýsa 2.374 kg
Samtals 7.918 kg
18.1.18 Sunnutindur SU-095 Línutrekt
Þorskur 8.914 kg
Langa 596 kg
Ýsa 489 kg
Ufsi 329 kg
Keila 253 kg
Samtals 10.581 kg

Skoða allar landanir »