Slógu aflamet fyrstu þrjá mánuðina

Bergey VE heldur til veiða.
Bergey VE heldur til veiða. Ljósmynd/Guðmundur Alfreðsson

Vestmannaey VE og Bergey VE, skip Bergs-Hugins, dótturfyrirtækis Síldarvinnslunnar, hafa fiskað afar vel það sem af er ári. Fyrstu þrjá mánuði ársins var afli skipanna 2.900 tonn af slægðum fiski og er verðmæti aflans metið á um 640 milljónir króna.

Er þetta mesti afli sem skipin hafa fært að landi á þremur fyrstu mánuðum árs, en það ár sem næst kemst hvað afla varðar er 2009; þá var afli skipanna rúmlega 2.500 tonn.

Veiðiferðirnar tæpir tveir sólarhringar að meðaltali

Á vef Síldarvinnslunnar kemur fram að í marsmánuði hafi skipin veitt tæplega 1.140 tonn. Hvort um sig voru þau einungis 16 daga á sjó, þannig að meðalafli hvors skips var 36 tonn á dag. Þá var samsetning aflans býsna fjölbreytt en skipin komu alls með 22 tegundir að landi. Þorskur var 35% aflans, ýsa 23%, ufsi 14%, karfi 10% og lýsa 3,5%, svo helstu tegundir séu nefndar.

Segir enn fremur á vef útgerðarinnar að helsta veiðisvæði skipanna frá því í febrúar hafi verið í kringum Vestmannaeyjar og því ekki þurft að sigla langt á miðin.

Í marsmánuði fór hvort skip tvær veiðiferðir í viku og tók hver veiðiferð að meðaltali innan við tvo sólarhringa. Ekki var óalgengt að landað væri fullfermi að lokinni 30 tíma veiðiferð.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 20.4.18 211,35 kr/kg
Þorskur, slægður 20.4.18 300,50 kr/kg
Ýsa, óslægð 20.4.18 382,37 kr/kg
Ýsa, slægð 20.4.18 288,64 kr/kg
Ufsi, óslægður 20.4.18 58,78 kr/kg
Ufsi, slægður 20.4.18 73,88 kr/kg
Djúpkarfi 19.3.18 50,00 kr/kg
Gullkarfi 20.4.18 98,90 kr/kg
Litli karfi 14.2.18 18,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.3.18 225,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

20.4.18 Jón Hildiberg RE-060 Grásleppunet
Grásleppa 1.164 kg
Þorskur 33 kg
Rauðmagi 23 kg
Samtals 1.220 kg
20.4.18 Stella EA-028 Grásleppunet
Grásleppa 1.292 kg
Samtals 1.292 kg
20.4.18 Blíða SH-277 Plógur
Sæbjúga hraunpussa 10.480 kg
Samtals 10.480 kg
20.4.18 Sandfell SU-075 Lína
Steinbítur 499 kg
Ýsa 245 kg
Þorskur 74 kg
Langa 10 kg
Ufsi 8 kg
Hlýri 8 kg
Samtals 844 kg

Skoða allar landanir »