„Tek enga áhættu með fjórtán menn um borð“

Tómas Þorvaldsson við bryggju í Grindavík. Óljóst er um framtíð …
Tómas Þorvaldsson við bryggju í Grindavík. Óljóst er um framtíð skipsins. mbl.is/Sigurður Bogi

Línu- og netabáturinn Tómas Þorvaldsson GK hefur legið bundinn við bryggju síðan í byrjun febrúar. Ástæðan er veikleiki sem fannst í bátnum og er kostnaður við viðgerð talinn geta numið allt að 50 milljónum króna.

„Það kom upp einhver styrkleikamissir og hann fór að hreyfa sig meira eftir öldunni en hann á að gera,“ segir Hrannar Jón Emilsson, útgerðarstjóri hjá Þorbirni hf. í Grindavík, sem gerir bátinn út.

Hálfrar aldar gamalt skip

Í samtali við 200 mílur segir Hrannar að búið sé að finna út vandamálið.

„Það er langbiti í lengingarhlutanum á honum sem hefur veikst svona. Í framhaldinu höfum við fundið út hvað þarf að gera en þegar um er að ræða 52 ára gamalt skip þá þarf maður aðeins að hugsa hvort maður ætli að gera það eða ekki. Það er því í ferli núna, hvort við eigum að lappa upp á þennan, finna einhvern annan bát eða gera bara út á þeim skipum sem við eigum.“

Áætlaður viðgerðarkostnaður hljóðar upp á 40 til 50 milljónir króna að sögn Hrannars. Það er til viðbótar við ýmsa aðra dynti.

„Það eru nokkrir hlutir sem er kominn tími til að kíkja á í rólegheitunum, en þegar um er að ræða fimmtíu milljóna króna pakka að auki, þá þarf maður aðeins að staldra við og pæla,“ segir Hrannar en bætir við að skipið sé alls ekki ónýtt.

Tómas Þorvaldsson heldur til línuveiða frá Grindavík. Mynd úr safni.
Tómas Þorvaldsson heldur til línuveiða frá Grindavík. Mynd úr safni. Ljósmynd/Haraldur Hjálmarsson

Vill ekki sjá gömlu skipin hverfa

Fyrir utan Tómas gerir Þorbjörn út fimm skip; þrjá línubáta og tvo frystitogara, og er meðalaldur skipanna í kringum fjörutíu ár. „Á þessum tímapunkti er maður þess vegna farinn að hugsa hvort maður þurfi ekki að fara að uppfæra greyin,“ segir Hrannar.

„En maður vill þó helst ekki sjá þessi gömlu skip hverfa úr flotanum, þau voru smíðuð allt öðruvísi en gert er í dag og þarna var líka hugsað mikið um útlit skipanna. Þetta eru falleg skip, rennileg og flott.“

Mikil veiði í febrúar og mars gerði það sem betur fer að verkum að útgerðin þurfti varla á Tómasi að halda á því tímabili. „Línuskipin, þau þrjú sem eru eftir, héldu vel við og öfluðu því sem okkur vantaði inn í vinnslu.“

Tekur enga áhættu

Áhöfn Tómasar varð vör við vandann í fyrsta túr febrúarmánaðar, þegar hann þótti hreyfa sig óeðlilega.

„Þegar aldan kom upp undir afturendann á honum þá dúaði hann einhvern veginn, þegar hún fór svo fram undir hann,“ segir Hrannar. Fátt annað hafi verið í stöðunni en að binda bátinn við bryggju.

„Ég tek enga áhættu með fjórtán menn um borð. Ég vil ekki vera sá maður, sem er frægur fyrir það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 25.4.24 425,86 kr/kg
Þorskur, slægður 25.4.24 527,13 kr/kg
Ýsa, óslægð 25.4.24 191,99 kr/kg
Ýsa, slægð 25.4.24 150,72 kr/kg
Ufsi, óslægður 25.4.24 122,07 kr/kg
Ufsi, slægður 25.4.24 172,26 kr/kg
Djúpkarfi 9.4.24 38,00 kr/kg
Gullkarfi 25.4.24 162,06 kr/kg
Litli karfi 24.4.24 7,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 19.4.24 169,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

25.4.24 Austfirðingur SU 205 Línutrekt
Þorskur 7.439 kg
Ýsa 738 kg
Steinbítur 48 kg
Keila 21 kg
Karfi 12 kg
Samtals 8.258 kg
25.4.24 Hólmi NS 56 Grásleppunet
Grásleppa 3.357 kg
Þorskur 383 kg
Ýsa 23 kg
Samtals 3.763 kg
25.4.24 Magnús HU 23 Grásleppunet
Grásleppa 3.836 kg
Samtals 3.836 kg
25.4.24 Rún NS 300 Grásleppunet
Grásleppa 1.853 kg
Þorskur 296 kg
Skarkoli 100 kg
Samtals 2.249 kg

Skoða allar landanir »