Gjöld lækkuð hjá vel stæðum fyrirtækjum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Helmingur lækkunarinnar fer til tíu stærstu útgerðarfyrirtækja landsins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, á Alþingi í morgun. Hún spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um fyrirhugað frumvarp um lækkun veiðigjalda.

Þorgerður sagði að í sjálfu sér væri ekkert athugavert ef það væri verið að ræða raunverulega lækkun á veiðigjöldum til lítilla eða minni útgerða sem raunverulega þurfa á því að halda en sú væri ekki raunin.

Á síðustu metrum þingsins er erfitt að fá svona frumvarp sem er keyrt beint í gegnum þingið, það á að keyra þetta ofan í kokið á okkur og við verðum að gleypa það hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Þorgerður.

Hún spurði Katrínu hvort hún myndi beita sér fyrir breytingum á frumvarpinu sem gætu leitt til meiri sátta á síðustu dögum í þá veru að heimildin til að taka veiðigjöld væri framlengd og hins vegar að reynt væri að einblína frekar á litlu fyrirtækin í gegnum persónuafsláttinn.

Mun hún beita sér fyrir því að það verði að nýju skipuð þverpólitísk sáttanefnd til að við reynum að ná raunverulegri sátt um sjávarútveginn?“ sagði Þorgerður og beindi orðum sínum til Katrínar.

Skilur gagnrýni stjórnarandstöðunnar

Katrín sagðist skilja gagnrýni að fá frumvarpið um veiðigjöld inn með svo skömmum fyrirvara. Hún hefði boðað til fundar með formönnum flokka í hádeginu til að ræða þinghaldið og þar með talið þetta mál.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hafandi sagt það vil ég þó segja að ég hefði átt von á að það væri flötur á því að ná meiri samstöðu um þau markmið sem birtast í frumvarpinu, þau markmið að færa útreikning veiðigjalda nær í rauntíma,“ sagði Katrín og bætti við að veiðigjöld ættu að vera afkomutengd.

Ég er sammála því að veiðigjaldið þarf að afkomutengja að hluta til, en ekki að öllu leyti. Ég horfi ekki á það sem skatt. Ég horfi á það sem aðgangsmiða að auðlindinni,“ sagði Þorgerður.

Hún sagði að það væri ekki hart í ári hjá útgerðinni þó rekstrarhagnaðurinn hefði farið úr 22% í 16%. 

En er það léleg afkoma? Síður en svo. Ef við berum sjávarútveginn saman við allar aðrar atvinnugreinar — og ég horfi hér á ráðherra ferðamála sem ætti að hafa verulegar áhyggjur af stöðunni í ferðaþjónustu — sjáum við að sjávarútvegurinn er í grunninn vel rekin, vel stæð atvinnugrein,“ sagði Þorgerður og bætti við að það væri engin ástæða til að fara í þessa lækkun sem snúi helst að því að lækka veiðigjöld best stæðu og stærstu útgerða landsins.

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 21.1.19 274,16 kr/kg
Þorskur, slægður 21.1.19 349,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 21.1.19 272,53 kr/kg
Ýsa, slægð 21.1.19 258,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 21.1.19 84,16 kr/kg
Ufsi, slægður 21.1.19 125,30 kr/kg
Djúpkarfi 16.1.19 253,00 kr/kg
Gullkarfi 21.1.19 258,20 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 20.1.19 210,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

21.1.19 Hilmir ST-001 Landbeitt lína
Þorskur 2.428 kg
Ýsa 1.518 kg
Samtals 3.946 kg
21.1.19 Hafrún Ís54 ÍS-054 Lína
Þorskur 2.640 kg
Ýsa 364 kg
Steinbítur 207 kg
Langa 70 kg
Keila 5 kg
Karfi / Gullkarfi 3 kg
Samtals 3.289 kg
21.1.19 Sólrún EA-151 Lína
Þorskur 2.906 kg
Ýsa 2.384 kg
Karfi / Gullkarfi 194 kg
Hlýri 55 kg
Keila 15 kg
Langa 11 kg
Grálúða / Svarta spraka 3 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 5.571 kg

Skoða allar landanir »