Segir starfsmenn Hvals geta valið sér félag

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höfum aldrei skikkað einn eða neinn til þess að vera í þessu eða hinu stéttarfélaginu,“ segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. í samtali við mbl.is. Hann segir Vilhjálm Birgisson formann Verkalýðsfélags Akraness fara með rangt mál hvað það varðar og furðar sig á því að Alþýðusamband Íslands hafi fordæmt það sem sambandið segir ólögleg afskipti af stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna á vef sínum, án þess að leita skýringa hjá fyrirtækinu.

Verkalýðsfélag Akraness og Stéttarfélag Vesturlands létu ASÍ vita af því að nú í upphafi hvalveiðivertíðar hafi Kristján sem forstjóri Hvals hf. krafist þess af starfsmönnum sínum að þeir eigi ekki aðild að VLFA. Þetta segir Kristján ekki vera rétt.

„Það sem hann er að segja þessi Vilhjálmur Birgisson, það er eins langt frá sannleikanum og hægt er að komast,“ segir Kristján. Hann segir málið snúast um það að stéttarfélögin tvö þurfi að komast að samkomulagi sín á milli um færslu félagsgjaldanna og að Hvalur hf. líti svo á að fyrirtækinu beri að greiða félagsgjöld allra starfsmanna sinna til Stéttarfélags Vesturlands, þar sem samningur þess efnis sé í gildi.

Í yfirlýsingu á vef Stéttarfélags Vesturlands segir þó að slíkur samningur sé ekki í gildi. Signý Jóhannesdóttir formaður félagsins segir þar að félagið hafi gert tilraun til þess að gera samstarfssamning við Hval hf. árið 2009 en að það hafi ekki verið klárað, þar sem illa hafi gengið að koma forsvarsmönnum Hvals hf. og hluta starfsmanna í stöðinni inn í „nútíma atvinnuhætti“.

Síðasti samningur Hvals hf. og Verkalýðsfélagsins Harðar í Hvalfjarðarsveit var gerður árið 1983 og skilja má á Kristjáni að hann telji þann samning enn vera í gildi. Hörður er eitt þeirra þriggja félaga sem runnu saman árið 2006 og urðu að Stéttarfélagi Vesturlands.

Stéttarfélögin þurfi að komast að samkomulagi

„Það eru menn hérna hjá mörgum fleiri stéttarfélögum en bara þarna á Akranesi og þeir snúa sér bara til Stéttarfélags Vesturlands og fá þessi félagsgjöld flutt á milli. En stéttarfélögin verða að gera með sér samkomulag,“ segir Kristján og vísar til 13. og 15. greinar laga ASÍ, sem kveða annars vegar á um að lög ASÍ séu æðri lögum einstakra aðildarsamtaka og hins vegar á um að þar sem samningssvið tveggja eða fleiri aðildarfélaga skarist sé þeim skylt að gera með sér samkomulag um samningssviðið.

Hann segir aðspurður að hann líti svo á að með því að greiða stéttarfélagsgjöld starfsmanna beint til þeirra stéttarfélaga sem þeir eru skráðir í væri Hvalur hf. að fara „á svig við ýmsa dóma í félagsdómi og fleira“.

„En verst þykir mér við þetta að heimasíða ASÍ er farin að lepja upp alla þessa slepju úr þessum Vilhjálmi Birgissyni án þess að tala við einn eða neinn. Ég hélt að það væri nú eitthvað að marka þá meira,“ segir Kristján.

„Þeir geta sent okkur e-mail, þeir geta sent okkur skriflegt bréf áður en þeir setja þetta inn á heimasíðuna hjá sér, finnst mér. Því að hann er ekki besta upplýsingaveitan sem til er þessi Vilhjálmur Birgisson, hvað sannleikann varðar.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.7.18 232,72 kr/kg
Þorskur, slægður 13.7.18 242,74 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.7.18 264,70 kr/kg
Ýsa, slægð 13.7.18 226,95 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.7.18 45,72 kr/kg
Ufsi, slægður 13.7.18 86,84 kr/kg
Djúpkarfi 28.6.18 87,90 kr/kg
Gullkarfi 13.7.18 301,53 kr/kg
Litli karfi 28.6.18 45,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 13.7.18 243,28 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.18 Digranes NS-124 Lína
Ýsa 2.429 kg
Steinbítur 252 kg
Þorskur 63 kg
Skarkoli 11 kg
Keila 4 kg
Samtals 2.759 kg
16.7.18 Loki ÞH-052 Handfæri
Þorskur 784 kg
Samtals 784 kg
15.7.18 Ebbi AK-037 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 2.535 kg
Samtals 2.535 kg
15.7.18 Emilý SU-157 Handfæri
Þorskur 403 kg
Ufsi 235 kg
Samtals 638 kg

Skoða allar landanir »