Laxeldisfyrirtækin uggandi yfir stöðunni

Laxeldi í sjókvíum.
Laxeldi í sjókvíum. mbl.is/RAX

„Við erum uggandi yfir stöðunni og bíðum átekta, staðan er augljóslega alvarleg,“ segir Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax, um þá stöðu sem komin er upp eftir að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði ekki heimildir til að fresta réttaráhrifum fyrri úrskurða þar sem starfsleyfi tveggja laxeldisfyrirtækja voru felld úr gildi.

Leyfin voru felld úr gildi vegna tæknilegra annmarka á útgáfu leyfanna en úrskurðarnefndin taldi að meta hefði þurft áhrif annarra kosta en kynslóðaskipts sjókvíaeldis við útgáfu leyfanna.

Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax.
Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Ég átta mig ekki á atburðarrásinni, eða hver hún verður næstu daga. Við verðum að bíða og sjá,“ segir Kjartan en líkt og hefur komið fram á mbl.is íhugar ríkisstjórnin að grípa inn í vegna málsins. Verði það ekki gert er bíða laxeldisfyrirtækjanna löng málaferli fyrir íslenskum dómstólum og rekstur þeirra settur í algjöra óvissu. Sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum hafa þungar áhyggjur af stöðunni.

Höfðu réttmætar væntingar til leyfisins sem var kippt úr höndum þeirra

„Það er ótækt að vera í þeirri stöðu að leyfi sem fyrirtækið okkar hefur fengið eftir áralanga ferla og við höfum réttmætingar væntingar til að sé í lagi sé nú kippt úr höndum okkar án þess að okkur gefist í raun tækifæri til að bera það undir dómara,“ segir Kjartan. „Það er alveg ljóst að þetta eru tæknilegir formgallar á umhverfismati sem unnið var að 2012 til 2015 en í úrskurði nefndarinnar er harkalegasta úrræðinu beitt, þ.e.a.s. ógilding leyfanna.“

Kjartan segir þá valkostagreiningu sem nefnd er í kærunni til úrskurðarnefndarinnar í raun ekki eiga við og vera óraunhæfa og ekki falla að áformum fyrirtækjanna, hér er hvorki um línulögn né vegstæði að ræða. Kærendur nefndu notkun geldfisks, eldi á landi, eldi í lokuðum sjókvíum og minnasjókvíaeldi.

Valkostagreiningin á ekki við

„Varðandi valkostagreininguna sem slíka, þá er augljóst að um er að ræða formsatriði og það má hverjum þeim sem eitthvað þekkir til við landeldi eða geldfisk vera ljóst,“ segir Kjartan. Segir hann sem dæmi að í landeldi horfi menn til endurnýtingartækni vatns og slíkar stöðvar hafi verið byggðar upp víða um heim, og þá helst í Asíu og Maine í Bandaríkjunum. „Það er augljóst að slík uppbygging mun eiga sér stað nálægt mörkuðum og því af og frá að það verði á Íslandi. Hvað þá á Bíldudal. Það væri að æra óstöðugan að bæta raforkuþörfinni í þessa umræðu“ segir Kjartan.

„Varðandi geldfiskinn, þá hefur norska matvælaeftirlitið lagt bann við þeirri framleiðslu, m.a. vegna hryggskekkju auk þess sem að fiskurinn hefur verið sjónskertur. Sú tækni er í þróun og sá geldfiskur sem í boði er á Íslandi eru þrílitningar með þriðja litninginn í erfðaefninu. Markaðsaðilar líta margir á geldfisk sem erfðabreytt matvæli og næst þannig ekki sömu afurðaverð á markaði,“ segir Kjartan.

„Öllum má vera ljóst að valkostagreining á ekki við í þessu tilfelli og er því fyrst og fremst um að ræða tæknilegan galla í leyfisferlinu,“ segir Kjartan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.9.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 10.9.24 304,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.9.24 307,15 kr/kg
Ýsa, slægð 10.9.24 290,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.9.24 108,42 kr/kg
Ufsi, slægður 10.9.24 266,93 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 10.9.24 384,99 kr/kg
Litli karfi 10.9.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.9.24 21,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.9.24 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 637 kg
Ýsa 22 kg
Karfi 6 kg
Samtals 665 kg
10.9.24 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 2.933 kg
Þorskur 276 kg
Hlýri 31 kg
Steinbítur 24 kg
Samtals 3.264 kg
10.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 13.193 kg
Skarkoli 513 kg
Steinbítur 134 kg
Þorskur 97 kg
Samtals 13.937 kg
10.9.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 2.107 kg
Ýsa 598 kg
Steinbítur 233 kg
Keila 53 kg
Samtals 2.991 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.9.24 501,21 kr/kg
Þorskur, slægður 10.9.24 304,39 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.9.24 307,15 kr/kg
Ýsa, slægð 10.9.24 290,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.9.24 108,42 kr/kg
Ufsi, slægður 10.9.24 266,93 kr/kg
Djúpkarfi 21.6.24 304,40 kr/kg
Gullkarfi 10.9.24 384,99 kr/kg
Litli karfi 10.9.24 10,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 10.9.24 21,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.9.24 Ísak AK 67 Þorskfisknet
Þorskur 637 kg
Ýsa 22 kg
Karfi 6 kg
Samtals 665 kg
10.9.24 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 2.933 kg
Þorskur 276 kg
Hlýri 31 kg
Steinbítur 24 kg
Samtals 3.264 kg
10.9.24 Geir ÞH 150 Dragnót
Ýsa 13.193 kg
Skarkoli 513 kg
Steinbítur 134 kg
Þorskur 97 kg
Samtals 13.937 kg
10.9.24 Hafrafell SU 65 Lína
Þorskur 2.107 kg
Ýsa 598 kg
Steinbítur 233 kg
Keila 53 kg
Samtals 2.991 kg

Skoða allar landanir »