Heiðveig undirbýr mál fyrir Félagsdóm

Heiðveig María bauð sig fram í formannsembætti Sjómannafélagsins en var ...
Heiðveig María bauð sig fram í formannsembætti Sjómannafélagsins en var rekin úr félaginu. mbl.is/Eggert

Heiðveig María Einarsdóttir undirbýr stefnu á hendur Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi. Unnið er að undirbúningi málsins og fer það inn á borð Félagsdóms í næstu viku.

Niðurstaða Félagsdóms ætti að varpa ljósi á það hvort brottrekstur hennar úr félaginu sé lögmætur og einnig verður skorið úr um lögmæti þriggja ára reglunnar, sem kveður á um að sá sem bjóði sig fram til formanns þurfi að hafa verið greiðandi í félaginu í minnst þrjú ár.

Samkvæmt því sem lesa má af vefsvæði Sjómannafélagsins hafa fá sem engin mótframboð við sitjandi formann verið á undanförnum árum. Ekki er heldur að sjá, að auglýst hafi verið eftir framboðum til formannsembættis.

Heiðveig segir í samtali við mbl.is að bíða verði úrskurðar Félagsdóms áður en hún tjái sig með afdráttarlausum hætti um þessi mál. Staðan sé óbreytt og verið sé að undirbúa málið.

Hún hyggst samt berjast fyrir breytingum á þessu. „Eitt af upphaflegu markmiðum mínum stendur enn óhaggað og það er að sjómenn, allir sem einn, standi sameinaðir og betur undirbúnir en nokkru sinni fyrr nú á komandi ári, hvernig svo sem farið verður að því,“ segir Heiðveig.  

„Ég held áfram að beita mér fyrir því einum eða öðrum hætti.“mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 13.12.18 311,18 kr/kg
Þorskur, slægður 13.12.18 332,24 kr/kg
Ýsa, óslægð 13.12.18 248,34 kr/kg
Ýsa, slægð 13.12.18 256,56 kr/kg
Ufsi, óslægður 13.12.18 95,25 kr/kg
Ufsi, slægður 13.12.18 110,82 kr/kg
Djúpkarfi 6.12.18 307,00 kr/kg
Gullkarfi 13.12.18 363,26 kr/kg
Litli karfi 24.10.18 17,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 13.12.18 233,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

13.12.18 Sæli BA-333 Lína
Þorskur 3.042 kg
Ýsa 61 kg
Samtals 3.103 kg
13.12.18 Hafrún Ís54 ÍS-054 Lína
Þorskur 1.489 kg
Ýsa 222 kg
Langa 81 kg
Karfi / Gullkarfi 7 kg
Ufsi 7 kg
Keila 3 kg
Steinbítur 1 kg
Samtals 1.810 kg
13.12.18 Einar Guðnason ÍS-303 Lína
Þorskur 2.811 kg
Ýsa 1.422 kg
Langa 148 kg
Ufsi 45 kg
Karfi / Gullkarfi 4 kg
Samtals 4.430 kg

Skoða allar landanir »