„Persónulegt met hjá mér“

Bjarni Ólafsson AK að veiðum.
Bjarni Ólafsson AK að veiðum. Ljósmynd/Helgi Freyr Ólason

„Aflinn fékkst í átta holum og það var lengi dregið, einkum til að byrja með. Lengsta holið var 24 tímar og það er persónulegt met hjá mér. Ég hef aldrei dregið svo lengi áður,“ segir Runólfur Runólfsson, skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, sem kom til Neskaupstaðar í dag með 1.600 tonn af afla.

Veiðiferðin tók eina tíu daga, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar, en nú er kolmunnavertíðin hafin í færeysku lögsögunni. Runólfur segir að til að byrja með hafi lítið fengist en síðan hafi ræst úr.

„Þrjá síðustu dagana fékkst hins vegar þokkalegur afli en fiskurinn gefur sig bara seinni part dags og á nóttunni. Allan tímann vorum við að veiða norðaustur af Færeyjum.“

Komnir með um 1.200 tonn í skipið

Beitir NK er búinn að vera að veiðum í fjóra sólarhringa en veiðin var einnig léleg hjá honum til að byrja með. Tómas Kárason skipstjóri segir að síðan hafi ræst úr.

„Við höfum verið að veiðum 60 til 80 mílur norðaustur af Færeyjum og það eru ágætislóðningar hérna núna þó svo þær gefi misjafnlega mikið. Við fengum 450 tonn í gær og vorum að ljúka við að dæla 270 tonnum. Nú erum við komnir með um 1.200 tonn í skipið og það er alls ekki svo slæmt. Hann spáir leiðindaveðri í dag og við ætlum því að nota tækifærið og fara til Þórshafnar þar sem meðal annars verður tekin olía.“

Börkur NK er að toga á svipuðum slóðum og Beitir en hann var með sitt fyrsta hol í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 242,37 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 220,11 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,93 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 146 kg
Samtals 146 kg
19.9.24 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 23.867 kg
Samtals 23.867 kg
19.9.24 Gulltoppur GK 24 Landbeitt lína
Ýsa 315 kg
Þorskur 82 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 412 kg
19.9.24 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Ýsa 13.490 kg
Þorskur 5.608 kg
Steinbítur 666 kg
Karfi 512 kg
Samtals 20.276 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 18.9.24 561,08 kr/kg
Þorskur, slægður 18.9.24 601,90 kr/kg
Ýsa, óslægð 18.9.24 242,37 kr/kg
Ýsa, slægð 18.9.24 294,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 18.9.24 220,11 kr/kg
Ufsi, slægður 18.9.24 284,94 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 18.9.24 275,93 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Langvía ÍS 416 Sjóstöng
Þorskur 146 kg
Samtals 146 kg
19.9.24 Skinney SF 20 Botnvarpa
Þorskur 23.867 kg
Samtals 23.867 kg
19.9.24 Gulltoppur GK 24 Landbeitt lína
Ýsa 315 kg
Þorskur 82 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 412 kg
19.9.24 Harðbakur EA 3 Botnvarpa
Ýsa 13.490 kg
Þorskur 5.608 kg
Steinbítur 666 kg
Karfi 512 kg
Samtals 20.276 kg

Skoða allar landanir »