Tökum ekki ákvörðun á veikum grundvelli

Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir Fiskistofu ekki taka ákvörðun um veiðileyfissviptingu ...
Eyþór Björnsson fiskistofustjóri segir Fiskistofu ekki taka ákvörðun um veiðileyfissviptingu á veikum grundvelli. mbl.is/Skapti

„Þetta er eðlilegur ferill málsins ef aðili vill fá ákvörðun endurskoðaða, þá er ferillinn sá að kæra þetta til æðra stjórnvalds og fá endurskoðun á það,“ segir Eyþór Björnsson fiskistofustjóri.

Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur (ÚR) tilkynnti í gær að það hefði kært til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins þá ákvörðun Fiski­stofu að svipta tog­ar­ann Kleif­a­berg RE 70 veiðileyfi í tólf vik­ur frá og með 4. fe­brú­ar næst­kom­andi vegna meints brottkasts afla. Segir í kærunni að niðurstaðan sé ekki í samræmi við brotið.

Spurður um þá fullyrðingu útgerðafélagsins svarar Eyþór: „Ákvörðun Fiskistofu liggur fyrir og hún er tekin út frá umfangi og alvarleika málsins.“

Hann segist heldur ekki vera sammála því þeirri fullyrðingu ÚR að úrskurðurinn byggi á veikum lagalegum grunni. „Við tökum ekki ákvörðun á veikum grundvelli, við leggjum bara fram ákvörðunina og nú fer þetta í endurskoðun hjá ráðuneytinu.“ Fiskistofa muni síðan hlíta þeirri niðurstöðu. „Æðra stjórnvald er til þess að endurskoða það sem stofnunin ákveður og það er bara eðlileg stjórnsýsla.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.7.19 290,80 kr/kg
Þorskur, slægður 16.7.19 344,93 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.7.19 302,04 kr/kg
Ýsa, slægð 16.7.19 142,67 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.7.19 106,20 kr/kg
Ufsi, slægður 16.7.19 123,28 kr/kg
Djúpkarfi 12.7.19 14,00 kr/kg
Gullkarfi 16.7.19 341,98 kr/kg
Litli karfi 25.6.19 5,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 15.7.19 276,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.7.19 Guðbjörg GK-077 Lína
Hlýri 164 kg
Þorskur 106 kg
Grálúða / Svarta spraka 71 kg
Keila 58 kg
Karfi / Gullkarfi 11 kg
Samtals 410 kg
16.7.19 Hafrafell SU-065 Lína
Þorskur 6.480 kg
Grálúða / Svarta spraka 4.371 kg
Karfi / Gullkarfi 214 kg
Hlýri 142 kg
Keila 86 kg
Blálanga 33 kg
Samtals 11.326 kg
16.7.19 Friðrik Sigurðsson ÁR-017 Plógur
Sæbjúga /Hraunpussa 11.890 kg
Samtals 11.890 kg

Skoða allar landanir »