Eldurinn kviknaði út frá hlífðarfatnaði

Egill í höfn á Þingeyri.
Egill í höfn á Þingeyri. Ljósmynd/Davíð Davíðsson

Rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa á eldsupptökum í dragnótabátnum Agli ÍS-77 í ágústlok árið 2017 hefur leitt í ljós að líklega hafi hlífðarfatnaður fallið í miklum veltingi og lagst ofan á rafgeymasambönd við fremri ljósavél skipsins með þeim afleiðingum að eldur kom upp í skipinu.

Báturinn var á dragnótaveiðum á Vestfjarðarmiðum í talsverðum sjó og velting þegar brunaviðvörunarkerfi skipsins fór í gang og fljótlega fór allt rafmagn af skipinu. Í ljós kom að eldur var laus í ljósavélarými á aðalþilfari fram í skipinu. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að talsverður eldsmatur hafi verið í ljósavélarýminu, fyrir utan fatnað hafi t.d. verið olíuóhreinindi undir göngugrindum.

Egill ÍS-077 er 70 tonna bát­ur sem smíðaður var í …
Egill ÍS-077 er 70 tonna bát­ur sem smíðaður var í Garðabæ árið 1990. Ljósmynd Sigurður Bergþórsson

Skipstjórinn var einn í brúnni en aðrir skipverjar voru sofandi og vöknuðu þegar viðvörunarkerfið fór í gang. Þeir lokuðu strax öllum loftinntökum og sigldu áleiðis til Þingeyrar. Á landleiðinni skiptust skipverjar á að handstýra en í skýrslu rannsóknarnefndarinnar segir að sterk lykt í stýrishúsinu hafi valdið því að erfitt hafi verið að hafast þar við.

Eftir að skipstjóri hafði samband við Vaktstöð siglinga og upplýsti um ástandið voru björgunarsveitir á svæðinu kallaðar út auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var send með þrjá slökkviliðsmenn frá höfuðborgarsvæðinu. Neyðarlínan kallaði út Slökkvilið Ísafjarðar og aðrir bátar komu til skipsins um það bil klukkustund eftir að eldsins varð vart.

Eftir að skipið lagði að bryggju á Þingeyri og slökkviliðsmenn frá Ísafirði höfðu slökkt eld í ljósavélarýminu og reykræst var skipið landtengt og yfirgefið óvaktað. Eldur kom upp í skipinu á ný síðar um nóttina og urðu miklar skemmdir á skipinu við seinni brunann.

„Það er mat nefndarinnar að seinni eldsupptökin hafi orsakast af því að ekki var tryggilega gengið úr skugga um að allar glóðir hafi verið slökktar og eldsmatur fjarlægður. Nefndin telur að skipið hafi ekki verið vaktað sem skyldi af fagaðilum sem og að stjórnendur vettvangs hafi yfirgefið hann áður en tryggt var að ekki gæti komið upp eldur á ný,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndarinnar.

Þá taldi rannsóknarnefnd samgönguslysa að ekki hefði verið vel staðið að aðgerðum gagnvart áhöfn skipsins með því að koma þeim ekki undir læknishendur eftir að hafa verið um borð í reykfylltu skipinu í lengri tíma sem og að hlutast ekki til um að kalla til áfallateymi fyrir þá.

Eg­ill er 70 tonna bát­ur sem smíðaður var í Garðabæ árið 1990, og svo lengd­ur og end­ur­bætt­ur fjór­um árum síðar. Heima­höfn báts­ins var á Þing­eyri og út­gerðarmaður og skip­stjóri Stefán Eg­ils­son, sem var við stýrið í þess­ari ör­laga­ríku ferð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg
19.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 908 kg
Samtals 908 kg
19.9.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 347 kg
Skarkoli 286 kg
Langlúra 106 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 20 kg
Þykkvalúra 14 kg
Skrápflúra 14 kg
Karfi 13 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 843 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.9.24 606,32 kr/kg
Þorskur, slægður 19.9.24 383,70 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.9.24 279,12 kr/kg
Ýsa, slægð 19.9.24 249,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.9.24 253,40 kr/kg
Ufsi, slægður 19.9.24 322,53 kr/kg
Djúpkarfi 12.9.24 378,00 kr/kg
Gullkarfi 19.9.24 329,86 kr/kg
Litli karfi 16.9.24 10,34 kr/kg
Blálanga, óslægð 18.9.24 314,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.9.24 Margrét GK 33 Lína
Ýsa 4.669 kg
Þorskur 1.953 kg
Steinbítur 300 kg
Keila 30 kg
Langa 14 kg
Karfi 5 kg
Samtals 6.971 kg
19.9.24 Sigrún EA 52 Handfæri
Þorskur 908 kg
Samtals 908 kg
19.9.24 Gunnar Bjarnason SH 122 Dragnót
Ýsa 347 kg
Skarkoli 286 kg
Langlúra 106 kg
Þorskur 34 kg
Steinbítur 20 kg
Þykkvalúra 14 kg
Skrápflúra 14 kg
Karfi 13 kg
Sandkoli 9 kg
Samtals 843 kg

Skoða allar landanir »