Pressan á áhafnir meiri en ella

Aflaverðmæti Örfiriseyjar í síðustu tveimur túrum nam einum milljarði króna.
Aflaverðmæti Örfiriseyjar í síðustu tveimur túrum nam einum milljarði króna. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

„Það hefur verið mjög góður gangur í veiðunum, jafnt hjá frystitogurunum sem og ísfisktogurunum. Til marks um það get ég nefnt að frystitogararnir þrír voru með 1.200 milljón króna aflaverðmæti í júnímánuði og aflaverðmæti Örfiriseyjar RE í síðustu tveimur túrum, á alls 77 úthaldsdögum, nam einum milljarði króna.“

Þetta er haft eftir Birki Hrannari Hjálmarssyni, útgerðarstjóra togara HB Granda, á vef útgerðarinnar.

„Það hefur einnig gengið mjög vel hjá ísfisktogurunum. Við erum bara með tvo ísfisktogara í rekstri nú þegar Engey RE er farin og Helga María AK er í leiguverkefni á Grænlandi,“ segir Birkir.

„Pressan á áhafnir Akureyjar AK og Viðeyjar RE er því meiri en ella en við erum búnir að stilla því þannig upp að ísfisktogararnir munu landa þrisvar sinnum í viku. Þeir voru með 1.550 tonna afla í júnímánuði og það verður ekkert slegið af í vinnslunni.“

mbl.is
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 19.8.19 375,64 kr/kg
Þorskur, slægður 19.8.19 281,72 kr/kg
Ýsa, óslægð 19.8.19 264,61 kr/kg
Ýsa, slægð 19.8.19 257,69 kr/kg
Ufsi, óslægður 19.8.19 122,18 kr/kg
Ufsi, slægður 19.8.19 147,55 kr/kg
Djúpkarfi 8.8.19 204,00 kr/kg
Gullkarfi 19.8.19 200,39 kr/kg
Litli karfi 15.8.19 0,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 8.8.19 300,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

19.8.19 Aggi SI-008 Handfæri
Þorskur 784 kg
Karfi / Gullkarfi 5 kg
Samtals 789 kg
19.8.19 Sæunn SF-155 Handfæri
Þorskur 693 kg
Ufsi 186 kg
Karfi / Gullkarfi 65 kg
Keila 28 kg
Samtals 972 kg
19.8.19 Kristín ÞH-015 Handfæri
Þorskur 701 kg
Ufsi 15 kg
Samtals 716 kg
19.8.19 Dísa SI-121 Handfæri
Þorskur 693 kg
Ufsi 56 kg
Karfi / Gullkarfi 10 kg
Ýsa 8 kg
Samtals 767 kg

Skoða allar landanir »